Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 61
59
klæddist bráðlega og' stundaði sín heimilisstörf næstu 2—3 mánuði.
En þá steyptist hún skyndilega, og er ég kom til hennar, var hún
háfebril og' var þegar send á Vífilsstaði með þeirn árangri, er fyrr
greinir. Að öðru leyti varð ég ekki berkla var á árinu.
Keflavíkur. Eins og að líkum lætur, er óhægt fyrir héraðslækni að
halda skýrslur yfir berklasjúklinga, þar sem margir læknar eru, og
samgöngur við Reykjavík, Hafnarfjörð og Vífilsstaði daglega, svo að
hundruðum manna sldptir, og ekki alltaf vandað til skýrslugerðar.
Enda mun sú raunin, að vantalið mun vera og siðtalið, en þó mun
í meginatriðum rétt talið fyrir tilstilli frábærrar hjálpar berklayfir-
læknis og hans manna í sameiningu við héraðslækni. Engin stór
áföll eiga sér stað í berklaveiki á þessu ári. En eins og gefur að skilja,
koma fyrir nokkur tilfelli, þar sem berldar lcoma að óvörum. En
aðalatriðið er þó, að rétt sé þá við brugðið og íramfylgt vörnurn til
áframhaldandi hömlu á útbreiðslu veikinnar.
3. Geislasveppsbólga (actinomycosis).
Töflur V—VI.
Sjúklingafjöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1940 1947 1948 1949 1950
Siúkl 1 1
J 1......... 99 99 X 99 99 99 99 99 A 99
Læknar láta þessa getið:
Sauðárkróks. 2 sjúklingar skráðir (ekki á mánaðarskrá); eru það
kræður, 16 og 19 ára. Vefstyklci úr bólguþrimli af hálsi annars þeirra
var sent Rannsóknarstofu háskólans og talið vera actinomycosis. Á
hinum var um langvinna, harða bólgu á hálsi að ræða, er klíniskt
liktist mjög actinomycosis, en vefur var ekki sendur til rannsóknar.
Ltferð var lítil, og tólcst ekki að rækta sveppa úr henni. Hann er enn
þá ekki góður, þrátt fyrir pensilínmeðferð.
Seyðisfj. Actinomycosis hef ég aðeins einu sinni séð hér. Kona úr
Héraði dvaldist í sjúkrahúsinu um tíma með sjúkdóminn á neðra
kjálka. Fór siðan á Landakot og lézt þar úr veikinni. Þetta gerðist
iyrir um 20 árum.
Búða. Geislasveppsbólgusjúklingurinn, sem getið var á siðustu yfir-
btsskrá, virðist hafa læknazt til fulls, en hann fékk röntgenmeðferð
°g stóra skammta af pensilíni.
4. Holdsveiki (lepra).
Töflur V—VI.
Sjúklingafjöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
f spitala ... 16 15 14 13 11 10 9 8 8 8
1 héruðum ..5 6 5 5 5 5 4 4 4 3
Samtals .... 21 21 19 18 16 15 13 12 12 11