Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 62
60
Utan hælisins í Kópavogi er enn kunnugt um 3 holdsveika sjúk-
linga, sem svo eru kallaðir, í þessuin héruðum:
Rvík. 1 (karl, 52 ára).
Húsavíkur. 2 (karl, 69 ára; kona, 75 ára).
Læknir Holdsveikraspítalans í Kópavogi lætur þessa getið:
Sömu sjúklingar sem í fyrra, 8 að töíu, enginn dáið og enginn
bætzt við. Yfirleitt er engu við að bæta það, sem sagt var um heilsu-
far og líðan sjúklinganna árið 1949. Geta má þess, að á árinu kom
fram nýtt lyf, sem Pasteursstofnunin í Cayenne í frönsku Guyana
hefur reynt með góðum árangri við holdsveiki. Lyf þetta er súlfa-
praeparat, nefnt d i s u 1 o n e . Það var fengið hingað og reynt á þeim
sjúklingum, sem leprabacillur fundust í. Sjúklingarnir höfðu frétt
um nýtt undralyf í blöðunum og' tóku iöflurnar með mikilli eftir-
væntingu. En flestir gáfust upp við það á miðri leið vegna óþæginda,
sem því fylgdu. Svo virðist þó sem það hafi fækkað gerlunum í þeim,
sem tóku það. En hvernig sem disulone annars kann að reynast við
holdsveiki, þá eru sjúldingarnir í Ivópavogi fyrir löngu þannig leiknir
af veikinni, að ekki er um lækningu að ræða. Þeir sjúklingar, sem um
langt árabil hafa verið gerlalausir, eru ekkert betur komnir en hinir
vegna margvíslegra skemmda, sem þeir hafa orðið fyrir af völdum
veikinnar og með engu móti verða bættar.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvík. 1 blindur maður, sem útskrifaður var af holdsveikraspítal-
anum fyrir nokkrum árum, og er hann undir eftirliti læknis holds-
veikraspítalans. Hafði hann verið einkennalaus í mörg ár, er hann
var útskrifaður.
Seijðisfi. Hefur aldrei þekkzt hér um slóðir.1)
5. Sullaveiki (echinococcosis).
Töflur V—VI.
Sjúklingafiöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl 6 4 5 1 1 99 99 2 5 8
Dánir 6 8 3 5 2 2 1 1 1 4
Á mánaðaskrám eru 8 skráðir sullaveikir, en 4 eru taldir dánir.
Á ársyfirliti, sem borizt hefur úr öllum héruðum, eru greindir 28 sulla-
veikir, allt roskið fólk og margt fjörgamalt. Allt þetta fólk virðist
hafa eða hafa haft lifrarsulli. Allmargt sjúklinganna er ekki sulla-
veikt að öðru leyti en þvi, að það gengur með fistil eftir sullskurð.
Hér fer á eftir skrá um sullaveikissjúklinga þá, sem greint er frá
í ársyfirlitinu:
Rvík: 11 (karlar, 58, 76 og 89 ára, konur, 69, 69, 74, 75, 77, 80, 80
og 84 ára). 3 sjúklinganna eru utanbæjarsjúklingar.
Búðardals: 1 (kona, 79 ára).
1) Mun vera ofmælt. Á skrá Ehlers 1894—1895 er holdsveik kona talin eiga
heima á Búðareyri í Seyðisfirði. Önnur kona frá Seyðisfirði, að vísu aðflutt hangað,
var með fyrstu sjúklingunum, er fóru í Laugarnes.