Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 63
61
Bolungarvíkur: 1 (kona, 63 ára).
Hvammstanga: 1 (kona, 70 ára).
Sauðárkróks: \ (karl, 32 ára).
Ðalvíkur: 4 (karlar, 70 og 81 árs, konur, 42 og 91 árs).
Akureyrar: 1 (karl, 74 ára).
Þórshafnar: 2 (karl, 55 ára; kona, 58 ára).
Hafnar: 1 (kona, aldur ekki greindur).
Kirkjubæjar: 1 (kona, 83 ára).
Stórólfshvols: 2 (karl, 84 ára; kona, 79 ára).
Keflavíkur: 2 (konur, 60 og 73 ára).
Héraðslæknir í Stykkishólmi lýsir e. t. v. með noltkruin ýkjum, en
engu síður svo, að íhugunarvert er, framkvæmd hundahreinsana í
sveitum og lætur sér ekki næg'ja að draga í efa gildi þeirra, heldur
dylur ekki grunsemdir sínar um, að þær séu beinlínis til þess fallnar
að auka á sullaveikishættu. Satt að segja er engan veginn nægilegum
rökum stutt, að hinar fyrirskipuðu hundahreinsanir hafi átt veru-
legan þátt í útrýmingu sullaveikinnar úr landinu, og hefur núverandi
landlæknir iðulega hreyft því, að ófróðlegt væri að ljúka svo þeirri
sigursælu baráttu að hafa ekki á reiðum höndum gögn um þetta efni,
er orðið gætu til leiðbeiningar öðrum þjóðum, sem enn eiga í höggi
við sullaveikisplágu. En tormerki hafa verið talin á að gera þær til-
raunir, sem nauðsynlegar væru til þess að afla slíkra gagna, og hefur
ekkert orðið úr framkvæmdum. En hvað sem þvi líður, er illt að
verjast ugg um, að hundahreinsanir séu nú yfirleitt í þeirn ólestri,
yrnist vanræktar eða svo óhrjálega framkvæmdar, að lítils eða einskis
sé af þeim að vænta, þó að gagni mættu koma, ef engir misbrestir
væru á framkvæmdinni. Hins vegar er slátrunarmálum vorum nú
komið í það horf, þar sem svo til öll slátrun í landinu fer fram í
sláturhúsum, að vorkunnarlaust er að búa svo um, að girt sé með
ollu fyrir, að hundar komist í sollin líffæri sláturdýra, en það er
einhlít sullavarnarráðstöfun, sem engra tilrauna þarf við til að færa
sönnur á. Mættu það vera góð skipti að leggja jafnvel með öllu niður
hundahreinsunarkák það, sem nú er tiðkað, og verja þeirri fyrirhöfn
°g því fé, sem við það mundi sparast, til aukins aðhalds um, að gætt
yrði ýtrustu sullavarna við slátrun búfjár, sem enn mun nokkuð á
skorta, a. m. k. sums staðar. En ef þó þætti rétt að halda enn um
skeið áfram hundahreinsunum, kæmi vissulega til álita, að hvcrt
heimili hreinsaði sína hunda og fengi til þess viðeigandi lyf ásamt
leiðbeiningu um notkun, og mundi tæplega skipta um til verra um
framkvæmdirnar. Hugleiðingar um þetta efni urðu tilefni þess, að
landlæknir skrifaði Tilraunastöðinni á Keldum og beiddist álits hennar
á málinu. Tilraunastöðin svaraði þegar erindinu, viðurkennir að vísu,
^ð ekkert verði fullyrt um það, hvern þátt hundahreinsanir hafi átt
1 útrýmingu sullaveikinnar hér á landi, en mælir þó fastlega með því,
aÖ haldið verði áfram hundahreinsunum með sérsfaklega skipuðum
hundahreinsunarmönnum, á sama hátt og tíðkazt hefur, en ríkara
eftirlits sé krafizt af héraðslæknum með þvi, að hundahreinsunar-
rnenn ræki trúlega skyldur sínar, þannig að bætt verði úr þeim
agöllum, sem vera kunni á framkvæmd hundahreinsana. Fulla ábyrgð