Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 64
62
á sómasamlegri framkvæmd þeirra verði héraðslæknar að bera. Þá
vita héraðslæknar þetta og héraðslæknirinn i Stykkishólmi sérstak-
lega, hver er talinn bera ábyrgð á því, sem miður fer urn framkvæmd
hundahreinsana í héraði hans. Fróðlegt væri að heyra umsagnir sem
flestra héraðslækna um þessi mál, og gæti það orðið til leiðbeiningar
við setningu landsreglugerðar um framkvæmd hundahreinsana sam-
kvæmt nýsettum lögum nr. 7 3. febrúar 1953, um hundahald og varnir
gegn suilaveiki, en slíkri almennri reglugerð er ætlað að koma í stað
allra hundahreinunarsamþykkta sýslunefnda, sem hingað til hafa gilt.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Akranes. Hefur ekki orðið vart.
Sti/kkishólms. Fimmtug kona skráð með echinococcosis hepatis,
sullur inficeraðist og perforeraði upp í pleurahol. Konan var há-
febril og mjög þungt haldin. Send á Landsspítala, þar sem hún var
ópereruð og liggur þar enn þá um áramót, og virðist lítil batavon.
Gamlan mann, búsettan á Skarðsströnd, sá ég tvisvar á árinu, með
sull í kviðarholi. Hann hefur verið ópereraður tvisvar; ekki er
hann enn þá laus við sína sulli, en á varla langt eftir ólifað. Það er
af hundahreinsun að segja, að hundahreinsunarmenn eru í öllum
hreppum héraðsins nema í Stykkishólmi, en þar er hundahald bann-
að. „Hreinsun“ á hundum er yfirleitt framkvæmd árlega, en það tel
ég víst, að árangur af henni sé lítill, ef ekki verri en ekkert, eins og
verkið er framkvæmt. Öllum hundum sveitarinnar er smalað saman,
sýktum sem ósýktum, og troðið inn í litla kofa. Síðan eru þeir fóðr-
aðir á ormalyfjum, sem framkalla uppsölu og niðurgang. Hundkvik-
indin veltast svo þarna í kofanum, fárveikir, ataðir í spýju og saur-
indum, og er ekkert líklegra en að feldur þeirra sé ataður í orma-
eggjum. Að visu eru svo hundarnir baðaðir, eða eiga að vera það,
áður en þeim er sleppt, en mjög er hæpið að treysta því, að ekki
verði rneira eða minna eftir af lifandi eggjum í feldi þeirra. Hund-
arnir velta sér síðan í grasi og nudda sig við þúfur, og er þá opin
leið í sauðkindur, ef þeir Iosa sig þá ekki við eggin i húsum manna.
Það er líka segin saga, að mest ber á sullum i fénaði hundahreins-
unarmanna eða í námunda við hundahreinsunarstaði. Það virðist því
vera lítið gagn að þessuni aðgerðum. En hitt ætti að vera miklu væn-
legra til árangurs að sjá svo um, að hundar væru gerir útlægir frá
öllum sláturstöðum, og tryggt væri, að þeir kæmust aldrei í innýfli
eða úrgang frá sláturfé. En á þessu mun enn þá vera talsverður mis-
brestur, sérstaklega í sveitum, þar sem slátrað er lieima, og er það,
ásamt ýmsu fleira, ein veigainikil ástæða til þess að banna algerlega
heimaslátrun sauðfjár.
Búðardals. 79 ára gömul kona með fistula echinococci (hepatis?).
Þessarar konu er gelið á fyrri ársskýrslum.
Bolungarvíkur. 03 ára gömul kona er hér með lungnasull. Hún var
skorin fyrir 2—3 tugum ára á Ísafjarðarspítala vegna kviðsulls.
Hundahreinsun fer hér fram reglulega ár hvert.
Hvammstanga. 1 kona, hin sama og skráð var í fyrra.
Blönduós. Hundahreinsun fór að venju fram i öllum hreppum
héraðsins.