Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 65
63
Sauðárkróks. 32 ára gamall maður með lifrarsull Var skorinn upp
á sjúkrahúsi Akureyrar. Virðist albata.
Þórshafnar. Kom fram í konu, 58 ára, og karli, 55 ára. Bæði send
til uppskurðar.
Seyðisfj. Fyrrverandi bóndi úr Héraði, 75 ára gamall, dvelst nú
hjá syni sinum, hefur í mörg ár gengið ineð tumor í epigastrium,
sem litlum óþægindum veldur. Gamli maðurinn vill ekki fara undir
hníf. Vel gæti þetta verið gamall sullur.
Nes. Eftirlit með sláturhúsum og hundum er slælega rækt. Ég marg-
kvartaði \úð forstöðumann sláturhússins hér um meðferð á slátri og
ásókn hunda þangað, sem er mikil. Hundahald á að vera takmarkað
hér í kaupstaðnum, en menn hlita ekki þeim reglum fremur en þeim
sýnist, og veður hér allt í hundum, engum til gagns. Bót virðist þó
eiga að ráða á þessu eftir loforðum viðeigandi stjórnarvalda.
6. Geitur (favus).
Töflur V—VI.
Sjúklingafjöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl......... 2 „ 1 2 1 1 ............ 1
1 tilfelli í Selfosshéraði, en engin grein gerð fyrir.
Læknar láta þessa getið:
Stykkishólms. Áreiðanlega ekki til í héraðinu.
Laugarás. Sáust ekki.
7. Kláði (scabies).
Töflur V, VI og VII, 4.
Sjúklingafíöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Sjúkl......... 1569 828 645 460 385 367 316
Virðist nú vera í svipuðu horfi ár eftir ár, eftir að hinum mikla
kláðafaraldri ófriðaráranna linnti.
Læknar láta þessa getið:
Akranes. Fannst ekki við skólaskoðun, en alls eru skráðir 9, á öll-
11 m aldri, seint um haustið. Ef til vill er eitthvert samband milli þess
°g heimkomu fólks úr sumardvöl fjarri heimilum sínum.
Stykkishólms. Sést alltaf öðru hverju, og virðist ætla að verða erfitt
að útrýma honum úr landinu eins og lúsinni. Þó ber miklu minna á
kláða nú en áður.
Búðardals. Sjúkdómur þessi hefur verið viðloðandi hér í einum
hreppi og' er hinn versti viðureignar (ekkert tilfelli skráð). Lini-
mentum benzyli benzoas hefur reynzt gagnslaust, og var þá reynt
Kantoscabin með betra árangri.
Reykhóla. Ekkert skráð tilfelli á árinu, en ég gruna alltaf 1 lieimili,
þar sem sjúkdómurinn kom upp á síðast liðnu ári, en virðist nú liggja
i dvala.
1948 1949 1950
209 200 212