Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 66
64
Bíldudals. Ekki orðið vart á árinu.
tsafj. Varð vart.
Árnes. Verður allmikið vart og gengur illa að útrýma.
Hólmavíkur. Einstök tilfelli, en sé fæst þeirra sjálfur og því fá
skráð.
Hvammstanga. 2 tilfelli læknuð samstundis; óvist um smitun.
Sauðárkróks. Borið mjög lítið á kláða undanfarin ár. Eru heldur
fleiri skráðir þetta ár.
Akureijrar. Einstök tilfelli (ekkert skráð), en mjög lítil brögð að
sjúkdómnum.
Seyðis/j. Mun halda hér velli, en mikil brögð eru ekki að.
Nes. Vart í 2 fjölskyldum. Önnur fjölskyldan þurfti 3 kúra með
Linimentum benzyli benzoas, áður en dugði.
Búða. Kláðatilfelli nokkru fleiri en árið áður.
Djúpavogs. Öll tilfellin á sömu beimilum og áður, enda haldið þar
við af hirðuleysi og sóðaskap. Tók þessi heimili (2) til rækilegrar
meðferðar, og' síðan (frá því i janúar) hefur ekki orðið vart kláða í
héraðinu.
Vestmannaeyja. Með mesta móti. Veikin berst úr sveitum með
krökkum, sem koma heim á haustin.
Keflavíkur. Trúlegast er þessi vanþrifakvilli ekki heimilisfastur i
héraðinu, lieldur oft aðfluttur. Enda skýtur hann oft upp kollinum í
sambandi við fjarveru barna, sem koma heim eftir langa burtveru.
8. Krabbamein (cancer).
Töflur V—VI.
Sjúklingafjöldi 1941—1950:
1911 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl. . . . 75 57 50 58 49 47 50 48 56 71
Dánir ... . . . 189 162 194 178 188 155 189 193 190 204
Sjúklingatölur eru hér greindar samkvæmt mánaðarskrám.
Á ársyfirliti um illkynja æxli (heilaæxli ekki meðtalin nema greind
séu illkynja), sem horizt hefur úr öllum héruðum, eru taldir 376 þess
háttar sjúklingar (margtalningar leiðréttar), 207 i Reykjavík og 169
annars staðar á landinu. Af þessum 207 sjúklingum í Revkjavík voru
52 búsettir í öðrum héruðum án þess að koma til skila á skýrslum
þaðan og 1 erlendis. Sjúklingar þessir, búsettir i Reykjavík, eru því
taldir 154, í öðrum landshlutuin 221 og 1 erlendis. Eftir aldri og kynj-
um skiptust sjúklingarnir þannig:
Aldur 1-5 5-10 10—15 15—20 20-30 30—40 40-60 60—70 70—80 Aldur ekki Yfir80 greindur Samtals
Karlar 2 1 1 1 3 7 42 38 39 14 1 149
Konur „ 2 >> 2 3 21 81 59 33 22 4 227
Alls 2 3 1 3 6 28 123 97 72 36 5 376
Hér eru að venju taldir frá þeir sjúldingar, sem aðgerð hafa fengið
fyrr en á þessu ári og læknar telja albata, en með eru taldir þeir, sem