Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 68
66
Sa. nasopharyngis .................... 1
— brachii .......................... 1
— inguinis ......................... 1
— testis ........................... 1
Lymphosarcoma ........................ 1
Sa. óstaðsett ........................ 1
Melanoma malignum .................... 2
Lymphogranulomatosis ................. 8
Tumor malignus cerebri ............... 3
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Hafncirfi. Af cancersjúklingum eru 9 dánir innanhéraðs á árinu.
1 kona með cancer uteri, ópereruð fyrir nokkrum árum á Landsspital-
anum, enn á lífi. Maður með cancer ventriculi ópereraður fyrir 3
árum, nú dauðvona með metastasis í lifur og víðar. Maður með ca.
labii inferioris, ópereraður síðast liðið vor, við sæmilega heilsu.
Ólafsvíkur. 2 sjúklingar.
Stykkishólms. 3 taldir dánir úr ca. á árinu.
Búðardals. 1 sjúklingur með ulcus rodens. Hefur gleymzt að geta
um hann á ársskýrsluin undanfarið, en hans var fyrst getið á árs-
skýrslu 1946. Sjúklingurinn, sem er að öðru leyti hinn hraustasti,
hefur ekkert viljað láta við þessu gera, þrátt fyrir tilraunir til þess
af minni hálfu. Annar sjúklingur, gamall maður, hygg ég, að hafi ca.
prostatae, og var skráður svo í fyrra. Fyrir um 2 árum fór þessi maður
á Landsspítalann vegna smátumors í brjósti og verkja í baki og lær-
um. Síðan hann kom af Landsspítalanum, hefur hann neytt mikils
af tablettae stilbestroli í stórum skömmtum. Frá lyfjadeild Lands-
spítalans barst ekki nein tilkynning um sjúkdómsgreiningu eða með-
ferð, sem oft vill verða; ég nennti þá ekki að grennslast frekar
eftir meini mannsins, en skellti á þessari greiningu, sem ég hygg, að
muni rétt vera. Sjúklingur þessi er við frelcar laka heilsu. Sjúklingur
með ca. ventriculi dó á árinu.
Reykhóla. Ekkert nýtt tilfelli á árinu. Frá síðast liðnu ári er á skrá
1 kona, 47 ára gömul, með melanoma malignum útgengið frá clitoris
og metastasérað upp í ingvinaleitla. Á síðast liðnu ári var á Lands-
spítalanum gerð exstirpatio á tumornum og ingvinaleitlum og konan
látin fá röntgengeisla í maximalskömmtum. Hún fór svo til eftirlits
og frekari geislunar á síðast liðnu sumri. Nú vinnur þessi kona fullan
vinnudag og virðist ekki kenna sér neins meins. Objectíf einkenni
engin.
Bíldudals. Karlmaður, 71 árs, með ca. ventriculi. Fór á Lands-
spítalann í júní. Þar gerð laparotomia, en reyndist þá orðinn inopera-
bel. Dó þar i september. Kona, 66 ára, fékk nú eftir 4 ár residiv í
pleura sinistra eftir ca. mammae sinistrae. Fékk röntgengeislanir á
Landsspítalanum í júlí og ágúst. Síðan heima, sæmileg líðan.
Þinyeyrar. 4 sjúklingar. Þar af dó einn, aldraður maður, á Lands-
spítalanum eftir aðgerð vegna ca. recti. Öldruð kona var skorin upp í
janúarmánuði vegna ca. mammae sinistrae. Líður nú vel. 2 nýir sjúk-
lingar fundust á árinu: Miðaldra kona með ca. mammae sinistrae. Var