Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 71
69
Keflavíkur. Miðaldra maður í Keflavík deyr úr næstum ótrúlega
bráðum krabba í maga og lifur, svo og 3 gamalmenni í héraðinu. En
annars er elcki venju fremur neitt að taka fram, nema ef vera skyldi,
að almenningur virðist meira á verði, eftir því sem krabbameinsvarnir
eflast.
9. Drykkjuæði (delirium tremens).
Töflur V—VI.
Sjúklingafiöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl......... 2 „ 3 1 2 3 1 „ „ 1
Hinn eini sjúklingur, sem skráður er, var í Keflavíkurhéraði, en
ekki gerð nánari grein fyrir.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Enginn sjúklingur skráður og enginn lagður inn á Klepp með
delirium tremens.
Seyðisfi. Sjómaður frá Siglufirði með drykkjuæði var einu sinni
hirtur upp af götunni og hafður eina nótt í sjúkrahúsi, en síðan var
farið með sjúklinginn um borð í bát hans (ekki skráður).
C. Ýmsir sjúkdómar.
1. Algengustu kvillar.
Hafnarfi. Algengustu kvillarnir hafa mér virzt vera farsóttir, a. m. k.
er svo um þá, sem til mín hafa leitað. Hvernig það er hjá hinum lækn-
unum veit ég ekki, því að frá þeim fæ ég engar skýrslur nema far-
sóttaskrár, en samkvæmt þeim virðast farsóttir, svo sem kvef og háls-
bólga, vera mjög algengar. Fólk hér, einkum kvenfólk, kvartar miklu
meira um slen og þreytu en almennt gerist i sveitinni. Þó geri ég
elcki ráð fyrir, að þessir kvillar séu tíðari hér en þar; það er aðeins
hægara að ná til læknis.
Kleppjárnsreykja. Algengasti kvilli, þegar farsóttir eru undan-
skildar, eru tannskemmdir (61 tilfelli).
Ólafsvíknr. Mest áberandi ellikvillar (arteriosclerosis í ýmsum
mjmdum); þar næst meltingarkvillar, að undanteknum tannskemmd-
um, sem líklega er allra tíðasti kvilli á voru landi.
Stykkishólms. Auk kvefsóttar og kverkabólgu eru tannskemmdir,
gigtarsjúkdómar, meltingarkvillar, húðkvillar og ýmiss konar tauga-
veiklun algengustu sjúkdómar. Þar næst alls konar meiðsli smá og
stór, svo og ígerðir og bólgur.
Búðardals. Tannskemmdir (56 sjúklingar, 104 tennur teknar), alls
konar gigt, smáslys, meltingarkvillar ýmiss konar.
Reykhóla. Auk farsótta eru meltingartruflanir og tannskemmdir
algengastar. Auk þess óvenjulega mikið um smáígerðir, aðallega í
höndum.