Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 72
70
Bíldudals. Auk farsótta raunu álgengustu k\állar vera tann-
skemmdir, gigt, taugaveiklun, meltingarkvillar, sraáslys og ígerðir,
húðkvillar og hár blóðþrýstingur.
Þingeyrar. Algengast reyndist: Farsóttir, tannskeramdir, smáslys,
gigtveiki og taugaveiklun.
ísaff. Algengustu kvillar farsóttir og svo margvislegir efnaskipta-
og hrörnunarkvillar.
Arnes. Algengustu sjúkdómar virðast meltingarkvillar, gigt, tauga-
veiklun og húðsjúkdómar.
Hólmavíkur. Farsóttasjúklingar langflestir. Þá koma tannskemmd-
ir, gigt, meltingarkvillar, taugaveiklun, bólgur og ígerðir.
Hvammstanga. Auk farsótta, einkum kveflympu og hálsbólgu, þetta
venjulega: ýmiss konar taugaveiklun og neurasthenia, vöðva- og
taugagigt, meltingarkvillar og tannverkur: 43 sjúklingar, 137 tennur
dregnar.
Sauðárkróks. Algengustu kvillar voru eins og áður farsóttir og
aðrir sjúkdómar á mánaðarskrám. Þar næst koma slys, tauga- og
gigtarsjúkdómar, ígerðir og bráðar bólgur, húðsjúkdómar, meltingar-
kvillar, kvensjúkdómar og fæðingar, augnsjúkdómar, tannskemmdir,
hjarta- og æðasjúkdómar, háls-, nef- og eyrnasjúkdóinar, blóðsjúk-
dómar, nýrnasjúkdómar, lungnasjúkdómar.
Hofsós. Algengustu kvillar, eins og að undanförnu, eru tann-
skemmdir, meltingarkvillar, gigt alls konar, húðsjúkdómar og tauga-
veiklun.
Ólafsff. Auk farsótta eru tannsjúkdómar tíðastir. Dregnar voru út
159 tennur úr 86 sjúklingum. Þá kemur hin óviðráðanlega gigt í
ýmsum myndum, taugaveiklun og meltingarsjúkdómar.
Grenivikur. Auk farsótta algengastir tauga-, vöðva- og liðagigt,
tannskemmdir, húðsjúkdómar, blóðleysi, meltingartruflanir og minna
háttar meiðsli.
Þórshafnar. Caries dentium, myosis, neurasthenia, gastritis acida.
Seyðisff. Kvef í öllum myndum, slappleiki samfara taugaveiklun,
gigt ýmiss konar, meltingartruflanir, dyspepsia, obstipatio chronica
virðast mér tíðustu umkvartanir fólks.
Nes. Algengustu kvillar eru víst hinir sömu alls staðar: Tann-
skemmdir, farsóttir, bólgur alls konar, sérstaklega i hálsi, eyrum
og nefi, einnig í augum, smáslys, gigtarsjúkdómar, blóðleysi og avita-
minosis (sérstaklega í konum), og svo alls kyns taugaveiklun. Mikið
er um kirtlaveiki (tonsillitis chronica) í börnum og sennilega óvand-
aðri meðferð mjólkur og lélegri skolpræsagerð um að kenna, að
einhverju leyti.
Búða. Algengustu kvillar, auk farsótta, eru nú sem áður tann-
skeinmdir, gigtarsjúkdómar ýmiss konar og meltingartruflanir.
Djúpavogs. Einna mest um tannskemmdir, svo og gigtarsjúkdóma,
t. d. myalgia, Iumbago og þess háttar.
Vestmannaeyja. Taugaveiklun og taugaverkir, slen og hlóðleysi,
einkum í konum, eru áberandi tíðir kvillar.
Stórólfshvots. Algengustu kvillar, auk farsótta, munu vera tann-
skemmdir, tauga- og vöðvaðigt, blóðleysi og taugaveildun.