Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 73
71
Eyrarbakka. Auk farsótta taugaveiklun, gigtarsjúkdómar og meit-
ingarkvillar.
Laugarás. Svipað að segja og áður, nema hvað kvefið geystist nú
fram úr öllum kvillum. Þó má geta þess, að alls konar ofnæmiskvillar,
svo sem urticaria, eczema, asthma o. s. frv. vaða nú uppi.
2. Acne vulgaris.
Þingeyrar. 5 tilfelli.
Vopnafi. 2 tilfelli.
3. Acroparaesthesia.
Þingeyrar. 4 tilfelli.
Isafi. Nokkuð tíður kvilli hér.
4. Anaemia perniciosa.
Þingeyrar. 1 tilfelli.
Blöndnós. Hana hefur haft bóndi einn á sextugsaldri og fær, enn
sem komið er, lifrarsprautur öðru hverju, en þó talsvert sjaldnar en
undanfarin ár.
Grenivíkur. 1 gamall sjúklingur, sem fær alltaf öðru hverju lifrar-
iyf-
Búða. Sama kona og áður. Fær Neo-Hepatex í vöðva. Líðan hennar
og starfsgeta er sæmileg.
5. Anaemia simplex.
Kleppjárnsreykja. 7 tilfelli.
Stykkishólms. Alltíður kvilli, aðallega í konum, þó sjaldan slæmur.
Bíldudals. Aðeins orðið hennar var eftir blæðingar af ýmsum or-
sökum.
Þingeyrar. 8 tilfelli.
ísafi. Tíður kvilli, vafalaust af völdum óheppilegs mataræðis.
Vopnafi. Anaemia simplex ásamt asthenia og avitaminosis 19.
Nes. Virðist vera tíður kvilli, oftast án þess að um nokkra sérstaka
ástæðu sé að ræða, nema „járnskort“. Konum, sem sitja mikið inni,
er einkum hætt við þessum ltvilla, en fólk á öllum aldri reyndist blóð-
iítið í skammdeginu.
6. Ankyloglosson.
Sauðárkróks. Einu sinni klippt.
Vopnafi. 1 tilfelli.
7. Apoplexia cerebri.
Stykkishólms. Nokkur tilfelli á eldra fólki. 4 dánir á árinu.
Bíldudals. 1 gömul kona lézt úr heilablæðingu á árinu.
ísafi. Dánarmein 8 gamalmenna.
Hólmavíkur. Dánarmein gamallar konu. Önnur gömul kona (yfir
70 ára) fékk heilablóðfall og' lifir iömuð.
Hvammstanga. 2 tilfeili. 1 mannslát.
Ólafsfi. 1 nýr sjúklingur.