Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 74
72
Kópaskers. 4 tilfelli. 84 ára maður lézt i marz. 76 ára maður fékk
slag' í júlí. Liggur nú með næstum fullkomna lömun á hægra hand-
legg og fæti. 73 ára maður fékk slag í desember. Lamaðist hægri
fótur og hægri hönd. Náði næstum fullum líkamsþrótti, en er rugl-
aður. 69 ára kona veiktist í desember. Liggur lömuð í fótum og rug'luð.
Þórshafnar. 4 dauðsföll á árinu.
Vopnafj. Apoplexia cerebri 1. Hemiplegia 1.
Vestmannaeyja. 4 hafa dáið.
8. Appendicitis.
Víst er talið, að örlað geti á einstökum smáfaröldrum botnlanga-
bólgu og þó öllu heldur því, að nokkur ára- og staðamunur sé á
fjölda ótvíræðra botnlangabólgutilfella. En ekki er mikið gert úr
slíku í fræðiritum, og engin sóttkveikja er kunn, er líkleg' sé til að
geta valdið eiginlegum botnlangabólgufaraldri. Hitt er gamalkunnugt,
að sýndarfaröldrum botnlangabólgu skýtur við og við upp og þá að
jafnaði eftirtakanlega í kringum einstaka lækna og sjúkrahús. Ekki
að sjálfsögðu fyrir það, að hlutaðeigandi læknar setja slíkan faraldur
á svið, sízt í sviksamlegum tilgangi sér til fjárplógs — þó að varla
megi á þetta fyrirbrigði minnast, án þess að tekið sé sem þvílík brigzl.
Alkunnugt er, að réttnefnt sjúkdómsæði getur gripið fólk og lagt
undir sig heil byggðarlög. Til þess er einmitt botnlangabólga einkar
vel fallin. Ekki þarf til nema eitt eða tvö voveifleg botnlangabólgu-
tilfelli, sem eiga sér að jafnaði lítið sögulegan aðdraganda, og á
skammri stundu getur skipazt svo, að hver vindverkur og innan-
skömm heillar byggðar sé talin boða botnlangabólgu með yfirvofandi
lífsháska. Stendur þá ekki á óstýrilátum kröfum um róttækar að-
gerðir gegn háskanum. Ef nú hlutaðeigandi læknum fatast samtök
um að hasta á æðiganginn og' sefa lýð sinn, að ekki sé talað um, ef
þeir sjálfir kynnu að vera ekki með öllu ósnortnir af fátinu — jafn-
vel þó að engum metnaði eða hagsmunum handlæknis eða sjúkra-
húss sé til að dreifa — þá er fyrr en varir hvert járn á gangi. „Lítið
virðist bera á þessum veikleika (þ. e. botnlangabólgu) í fólki hér“,
segir héraðslæknir í stærsta kaupstaðarhéraði á Austfjörðum (Nes-
héraði, sbr. hér á eftir) „enda ekkert sjúkrahús", bætir hann við! A
5 mánuðum, er hann gegndi héraðinu, rakst hann aðeins á 1 botn-
langabólgusjúkling, er senda þurfti til uppskurðar. í kaupstað á öðru
landshorni, ísafirði (þar sem er sjúkrahús!), geisar hins vegar árum
saman rétt nefndur stórfaraldur „botnIangabólgu“, og' eru ekki minni
brögð að en svo, að á svæði því, sem á aðsókn að Isafjarðarspítala og
á búa um 5% landsmanna, falla til á 5 ára tímabili á þessum spítala
sem næst 12% allra botnlangaskurða á landinu, sbr. skýrslu um hand-
læknisaðgerðir á sjúkrahúsum 1946—1950 í töflu XIX hér á eftir.
Miðað við fjölda botnlangaskurða vegna botnlangabólgu (sbr. skýrsl-
una), ætti samkvæmt þessu að vera 2—3 sinnum meira um botn-
langabólgu á hinu takmarkaða athafnasvæði Ísafjarðarspítala en
annars staðar á landinu og það til uppjafnaðar á 5 árum, en vita-
skuld stórum meira einstök ár og í einstökum byggðum. Er þó óneit-
anlega víðar en á ísafirði ótrautt gripið til hendi. Jafnvel Hestej’rar-