Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 75
73
hérað, sem er að verða mannlaust (meðalmannfjöldi 1947: 286) og
sízt byggt fólki á botnlangabólgualdri, er svo undir lagt botnlanga-
bólgu, að á einu ári (1947) falla þaðan til 5 botnlangaskurðir, eftir
því sem hlutaðeigandi sjúlcrahúslæknir hefur skýrt frá í blaðaviðtali
(Morgunblaðið, 5. maí 1953). Þó er þetta hégómi hjá því, sem gerist
í sveitabyggðum ísafjarðardjúps, þ. e. í Ög'urhéraði utan Súðavíkur.
Þar falla til samkvæmt sömu heimild á einu ári (1947: 500 íbúar)
ekki færri en 23 botnlangaskurðir, og svarar það til þess, að fram
færu utan nefnds athafnasvæðis Isafjarðarspítala á einu ári nærri
6000 slikir skurðir í stað tæplega 750, sem þar er 5 ára ársmeðaltal
skurðaðgerða vegna botnlangabólgu samkv. fyrrnefndri skýrslu. Með
öðrum orðum: A umræddu ári ætti að hafa verið 8 sinnum meira
um botnlangabólgu í ísafjarðardjúpi en gengur og gerist utan hins
ísfirzka faraldurssvæðis. Einn helzti sjúkrasamlagslæknir Reykjavíkur,
sem hefur á sínum vegum ca. 1000 skráða sjúkrasamlagsmeðlimi, en
það telur hann nema alls, að meðtöldum óskráðum börnum og ung-
lingum, 1300—1400 manns, skýrir frá þeirri reynslu sinni, að í þeim
hópi veikist 4—5 árlega af botnlangabólgu. Ef þetta væri gilt úrtak
í Reykjavík með tiliiti til tíðni botnlangabólgu, sem ekki mun fjar-
stætt að gera ráð fyrir, ætti botnlangabólgan i ísafjarðardjúpi á því
herrans ári 1947 að hafa verið 12—16 sinnum tíðari en upp og ofan
gerist í Reykjavík. í Eyrarhreppi í sjálfu ísafjarðarhéraði hefur þó
samkvæmt sömu heimild kveðið enn meira að (1947: 396 íbúar og 22
botnlangaskurðir). Munu ekki sagnfræðingar framtíðarinnar, sem
leita skýringa á eyðingu norður-ísfirzkra byggða þessara tíma, nema
staðar við heimildir um hina geigvænlegu botnlangabólgu í hinum
sömu byggðum á sama tíma og freistast til að telja hana orsök land-
auðnarinnar? Héraðslæknirinn i Bolungarvík segir hér á eftir athyglis-
verða sögu um fágætlega mörg botnlangabólgutilfelli á stuttu tímabili
á takmörkuðu svæði, og þó að ekki hefðu l'leiri verið tvímælalaus en
þau 4, sem hermir um, að drep hafi verið komið í botnlangatotuna
eða hún komin að því að springa, en í heild mun skýrsla hans þó
fremur auka á en draga úr grunsemdum um, að ísfirzkum læknum
geti hætt við að vera fullgrandalausir, þegar sá blóraböggull, botn-
langinn, er annars vegar (sjá hér á eftir). Stendur vissulega enn upp á
þá að gera svo skilmerkilega og rökum studda grein fyrir hinni ein-
stæðu ísfirzku botnlangabólguplágu undanfarinna ára, að hún verði
hafin yfir allar efasemdir. Á meðan svo stendur, er öruggara og nær-
gætnislegra, m. a. vegna sagnfræðinnar, að fullyrða varlega, að hinir
tíðu botnlangaskurðir á Sjúkrahúsi ísafjarðar nú um sinn svari ná-
kvæmlega til raunverulegs faraldurs ótvíræðrar botnlangabólgu þar í
byggðum.
Um botnlangabólgu láta læknar í einstökum héruðum þessa getið:
Kleppjárnsreykja. Appendicitis chronica 3 tilfelli.
ólafsvíkur. 2 ópereraðir (í Stykkishólmi og Reykjavík).
Stykkishólms. Alltíður kvilli, 11 tilfelli veit ég um með vissu, þar
af skar ég 7 sjálfur, flesta akút, 3 voru skornir í Reykjavík, en heyrt
hef ég um nokkur fleiri grunsamleg tilfelli. Enginn dó úr appendicitis.
Búðardals. 8 sjúklingar, og er það meira en nokkru sinni fyrr,
10