Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 78
76
haldin. Nú í ár var hún ófrisk, og brá þá svo við, að hún fann ekki til
kvillans, en þegar hún var orðin Iéttari, sótti fljótt í sama horfið. 2
karlar hafa asthma, en á frekar lágu stigi. Ofnæmisrannsóknir hafa
lítið leitt í ljós nema hjá ungum manni, sem reyndist hafa ofnæmi
fyrir einhverjum grastegundum og fékk innspýtingarlyf, sem hafa
komið að nokkru gagni.
Búðardals. 3 tilfelli.
Bíldudals. Ekki verið leitað vegna þessa kvilla í ár.
ísajj. Verður vart öðru hverju.
Hólmavíknr. 6 sjúklingar, maður og kona, bæði um fertugt, fá
slæm köst og halda sér við á adrenalínúða í verstu köstunum. Kona
á fertugsaldri og sonur hennar, 16 ára, fá köst öðru hverju. Auk
þess 2 gamalmenni, sem borða ephedrín og joðkalíum í stórum stíl.
Hvammstanga. 4 sjúklingar, hinir sömu og í fyrra.
Blönduós. Allergia er talsvert algeng í einhverri mynd. Oftast sér
maður ofnæmi fyrir heyryki, og fylg'ir því venjulega, er fram í sækir,
asthma og lungnaþemba. Menn þessir verða oft fullkomnir öryrkjar
með tímanum. Á þessu ári varð þetta banamein tveggja bænda. Var
annar hálfsjötugur, en hinn aðeins 43 ára. Þeir eru að vísu skráðir
dánir úr inflúenzu, en hana mátti frekast skoða aðeins sem tækifæris-
orsök, því að vitanlega þola slíkir menn ekki slæma inflúenzu eða
lungnabólgu. Hér ber nokkuð á asthma, sem sprettur af ofnæmi, þótt
ekki sé um heyryk að ræða.
Ólafsfi. Að staðaldri fáeinir sjúklingar, enginn nýr.
Kópaskers. Sömu sjúklingar og áður.
Þórshafnar. 2 karlar.
Vopnafi. 1 tilfelli.
Nes. 4 sjúklingar hér þarfnast lyfja vegna þessa kvilla. 1 fékk vont
kast og þurfti adrenalíninnspýtingar í nokkra daga.
Búða. 1 nýr sjúklingur bættist við á árinu, 68 ára karlmaður.
Vestmannaeyja. 1 héraðinu eru nokkrir sjúklingar með veikina,
en hafa þolanlega líðan með lyfjum. Fá sumir þeirra slæm köst með
köflum, einkum þegar kvef gengur.
12. Avitaminosis.
Af skyrbjúg segir nú lítið á íslandi, því að C-fjörvisskortur, er
læknar kalla svo og láta réttlæta stundum gegndarlítið C-fjörvilyfja-
át, á lítið skylt við raunverulegan skyrbjúg, sem þeim læknum er
minnisstæðastur, er við hann liafa glímt í algleymingi við erfiðar
aðstæður, en þeim íslenzkum læknum fækkar nú óðum, því að síðast
mun eiginlegs skyrbjúgs að marki hafa orðið vart hér á landi í ein-
staka sjávarplássi á ófriðarárunum fyrri, einkum frostaveturinn mikla,
1917—1918, er garðmatur gekk mjög til þurrðar snemma vetrar vegna
frostskemmda. Þó var skráð í skjöl nokkur skyrbjúgssaga af land-
inu á árinu 1950, ekki með öllu ómerk, og fer hvin hér á eftir:
Hinn 21. febrúar 1950 ritaði sendiráð Islands í Lundúnum utan-
ríkisráðuneytinn eftirfarandi bréf: