Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 79
77
„Dr. W. E. 0..., hefur skrifað ræðismanninum i Grimsby svo liljóðandi hréf,
sem óskast komið til vitundar íslenzkra hcilbrigðisyfirvalda:
„Recently an Icelandic fishing vessel touched at a Humber Port and I had
reason to examine two of the crew. Both of them were suffering from a severe
form of deficiensy disease, of historiological interest in British ships, known as
scurvy. The prevention of this condition has been well known to sailors for
centuries, and it is a lack of fresh vegetables and citrous fruits in the diet which is
responsible for the affection. I understand from both patients that their diet does
not include these items.
I thought you would be interested to know of this so that you might make
representations in the proper quarter as the disease may take on a serious form
and, in any case, is responsible for a loss of efficiency in crews. In the absence
of fresh citrous fruits or vegetables a daily issue of 75 m.gms. of ascorbic acid to
each man is a sufficient preventative."
Þá er ráðuneyti heilbrigðismála hafði gert landlækni þetta kunnugt
í bréfi, dags. 6. marz 1950, spurðist hann nánara fyrir um málið í
bréfi til utanríkisráðuneytisins, dags. 30. marz 1950, svo hljóðandi:
„í bréfi, dags. 21. f. m., lilkynnir sendiráðið í Lundúnum, að ...læknir
brezkur, Dr. W. E. O..., hafi í bréf til sendirúðsins vakið athygli á þvi,
að hans hafi vitjað 2 sjómenn af íslenzkum fiskiskipum og báðir verið með skyr-
bjúg á háu stigi. Með þvi að þetta kemur mér ókunnuglega fyrir, eftir þvi sem ég
ætla mataræði yfirleitt háttað á islenzkum fiskiskipum, þætti mér máli skipta
að geta haft uppi á skipi þvi, sem hér um ræðir, en það er ekki hægt eftir þeim
upplýsingum, sem fyrir liggja. Er þess látið ógetið, hvort um togara hafi verið að
ræða eða annars háttar fisltiskip, nafn skipsins ógreint, hin brezka höfn, sem
skipið leitaði, ekki nákvæmlega til tekin, né heldur atburðurinn timasettur, dag-
setningar á bréfi læknisins jafnvel ekki getið. Leyfi ég mér að mælast til, að
háttvirt utanrikisráðuneyti geri tilraun til að afla nánari vitneskju um mál þetta.“
Fyrirspurninni beindi utanrikisráðuneytið til sendiráðsins í Lund-
únum, sem svaraði henni með eftirfarandi bréfi, dags. 12. júní 1950:
„Sendiráðið hefur gengið eftir svari varðandi mataræðissjúkdóma þá, sem hér
eru til umræðu.
Þessar upplýsingar hafa fengizt í dag:
Þeir tveir menn, sem sjúkir voru, voru skioverjar á togaranum „Kaldbakur"
E. A. 2, sem kom til Grimsby 27. janúar 1950. Mennirnir hétu H. .. .son og Ó. .. .son.
Læknirinn, sem skoðaði skipverjana, lætur þess getið, að hann hafi ekki farið til
þess að skoða áhöfnina, heldur hafi þeir H. og Ó. leitað til hans og hann þá strax
tekið eftir þvi, að þeir þjáðust af „scurvy“.“
Að þessum upplýsingum fengnum, lagði landlæknir fyrir héraðs-
lækni á Akureyri i bréfi, dags. 26. júní 1950, að kynna sér mál þetta
og gera síðan úr garði skýrslu um niðurstöður sínar.
Héraðslæknir brá skjótt við, kynnti sér málið rækilega og sendi
landlækni eftirfarandi skýrslu, dags. 4. júlí 1950:
„Herra landlæknir,
Sem svar við bréfi yðar, dagsettu 26. júní 1950, vil ég taka fram eftirfarandi:
Hinn umgetni togari, er var í Grimsby hinn 27. janúar, var ekki Kaldbakur,
heldur Svalbakur EA-2, og voru skipverjar þeir, er um getur í bréfi yðar, hásetar
á nefndum togara. Ég hef nú náð tali af og rannsakað báða þessa menn, en annar
þeirra, þ. e. a. s. Ó. .. .son, er á togaranuin enn þá, en hinn, H. .. .son, var aðeins á
skipinu þessa cinu ferð. ...