Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 80
78
Ó. .. .son á heimæ á .... Akureyri, og er fæddur ... 1932. Aðspurður upplýsir
hann, að hann hafi haft tannblæðingar og bólgu í tannholdi siðast liðin 6 ár, og
hafi þetta verið á nokkuð mismunandi háu stigi, venjulega skárra yfir sumartim-
ann, en lakara að vetrinum. Verstur af þessum sjúkdómi kvaðst hann hafa verið
veturinn 1948, og segist hann þá hafa verið slappur og illa upplagður til vinnu.
Aldrei kveður hann hafa verið veruleg sárindi við að tyggja og aldrei borið á
tannlosi. Aidrei segist hann hafa fengið ncinar húðblæðingar, sárindi við átök á
vöðvum eða beinum, né heldur bjúg eða bóigu á fætur eða hendur. Aldrei kveðst
hann heldur hafa verið blóðlaus, þegar blóðið liafi verið mælt, hafi það reynzt
vera i bezta lagi. Hann kveðst hafa verið á togaranum Svalbak i 1 ár og telur,
að áður nefndar tannblæðingar og tannbólga hafi verið minni nú þetta síðast
liðið ár heidur en var árið 1948. Við læknisskoðun á Ó. fann ég tannholdsbólgu
(gingivitis) á allháu stigi, einkum á þvi svæði, er svarar til framtanna og augn-
tanna, bæði i efra og neðra gómi. Einnig voru tannblæðingar frá þessum sömu
stöðum (ekki þó miklar). Engin einkenni um skyrbjúg voru finnanleg neins staðar,
nema ef nefnd tannholdsbólga og tannholdsblæðingar eru taldur til þeirra. Heim-
ilislæknir Ó. er og hefur verið undanfarin ár P. J-son, læknir á Akureyri, og
sneri ég mér til hans til að fá frekari upplýsingar um heilsufar Ó. á undanförn-
um árum. Læknirinn telur, að Ó. hafi stöðugt verið haldinn áður nefndum tann-
blæðingum og tannholdsbólgu s. 1. 6 ár, en tekur fram, að þessi sjúkdómur hafi
verið á misháu stigi á mismunandi tímum og venjulega heldur skárri að sumrinu
til en vetrinum. Stundum kveður hann svo mikil brögð hafa verið að þessu, að
stærri eða minni ulcerationir hafi myndazt á tanngarðinum og slimhimnu munns-
ins. Hann telur sig vera búinn að gefa Ó. kynstrin öll af C-vitamíni, bæði í
sprautum og töfluformi. Af þessari læknismeðferð tclur liann hafa verið nokkurn
árangur, en þó ekki svo, að Ó. losnaði nokkurn tíma alveg að fullu við hina áður
nefndu tannholdsbólgu. Læknirinn tekur það fram, af gefnu tilefni, að liann liafi
leitað að öðrum einkennum um skyrbjúg, en ekki orðið neins annars var, er benti
í þá átt, heldur en þessarar fyrrnefndu tannholdshólgu og tannblæðinga. Sér-
staklega tekur hann fram, að aldrei hafi verið um aðrar húðblæðingar að ræða,
og heldur ekki komið fram auðveldlega marblettir á Ó., þótl hann verði fyrir
einhverju hnjaski.
Um hinn manninn, H. .. .son, .. ., Akureyri, skal þetta tekið fram: H. er
fæddur . . . 1930 og var skipsmaður á togaranum Svalbak frá Akureyri aðeins
þá einu ferð, sem um getur i bréfi yðar 26. júní 1950. Aðspurður nú telur hann
sig aldrei hafa haft tannblæðingar, tannlioldsbólgu né nokkur sárindi við átök
á vöðvum eða beinum á handleggjum eða fótum og heldur ekki hjúg né aðrar
bólgur á útlimum. Hann kveðst aldrei hafa verið blóðlítill né haft nokkur ein-
kenni um slappleika og yfirleitt verið vel upplagður til vinnu, bæði umgetna
veiðiferð á Svalbaki og endranær. Við Iæknisskoðun nú finnast alls engin ein-
kenni, er bent gætu á skyrbjúg, og skal sérstaklega tekið fram, að enginn bólgu-
vottur eða blæðingar fyrirfinnast í tannholdinu. Þá vil ég taka það fram, að ég
hef snúið mér til allra lækna hér á Akureyri og gert um það fyrirspurn til þeirra,
hvort þeir hafi orðið varir við nokkur einkenni um skyrbjúg hjá nokkrum þeirra
manna, er á Akureyrartogurunum hafa siglt í vetur, og liafa þeir allir svarað
þessari fyrirspurn minni afdráttarlaust neitandi, nema livað P. J-son læknir gat
um áður nefnda tannholdsbólgu og tannblæðingar hjá Ó. .. .syni.
Að lokum sneri ég mér til forstjóra Útgerðarfélags Akureyringa h/f og yfir-
matsveinsins á togaranum Svalbak EA-2 og bað þá um upplýsingar viðvikjandi
fæðinu á fyrrnefndum togara. Um fæðið, eins og það hefði verið i vetur, gáfu þeir
eftirfarandi upplýsingar: KI. 6 að morgni: skyr, hafragrautur, mjólk, brauð (rúg-
brauð og franskbrauð), slátur. Kl. 9 f. h.:kaffi og hart brauð. Kl. 12 á hádegi:
kjöt, kartöflur, oft einnig niðursoðið eða fryst grænmeti og súpur. Kl. 3 e. h.:
kaffi með sætu brauði. KI. 6 e. h.: oftast nýr fiskur og kartöflur, brauð (rúg-
brauð og franskbrauð) ineð isl. smjöri og áleggi og te eða kaffi. Kl. 9 e. h. kaffi
með hörðu brauði. Það skal tekið fram, að i Englandsferðum var ávallt keypt
meira eða minna af ávöxtum og grænmeti, bæði fersku og niðursoðnu, og var
sumt af grænmetinu fryst i frystiklefa skipsins. Var allur þessi matur svo not-
aður i veiðiferðum. Einnig tekur matsveinninn það fram. að kartöflur hafi ávallt
verið nægilegar, keyptar i Englandi fyrir hverja veiðiferð, og mjólk hafi þeir