Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 81
79
fengið eftir vild, og flestir þeirra drukkið að minnsta kosti V2 litra eða meira á
dag. Mjólkiu var stassaniseruð, fengin hér á Akureyri og geymd i kæliklefa skips-
ins. Ég hef leitað upplýsinga hjá öðrum skipverjum togarans, hvort rétt sé hermt
hjá matsveininum og forstjóra útgerðarinnar um fæðið, og hafa þeir orðið sam-
mála um, að rétt væri skýrt frá i hvívetna, og allir talið, að fæðið á togaranum
hafi verið með afbrigðum gott.
Ég vona, að framan greindar upplýsingar nægi yðui’, herra landlæknir. Væri
það eitthvað frekar, sem þér vilduð fá upplýst i sambandi við þetta mál, skyldi
það vera mér mikil ánægja að reyna að afla þeirra upplýsinga."
Þegar þessi skýrsla hafði borizt, var málið lagt til hliðar, en minnti
á sig, þegar gögnum var hagrætt í sambandi við heilbrigðisskýrslu-
gerð fyrir árið 1950. Þótti þá miður hafa farið, að láðst liafði að gera
hinum góðviljaða og framtakssama brezka lækni niðurstöðuna kunna.
1 viðurkenningu þess, að betra væri seint en aldrei, sendi landlæknir
utanríkisráðuneytinu framanritaða greinargerð með bréfi, dags. 22.
júlí 1952, svo hljóðandi:
„Þó að seint sé, sem stafar af vangá, leyfi ég mér að mælast til, að scndiráði
íslands í Lundúnum verði send hjálögð greinargerð um athugun, sem á sinum
tíma fór fram af þvi tilefni, að brezkur læknir, Dr. W. E. O..., víst i Grimsby,
taldi sig hafa greint skyrbjúg i skipshöfn togarans Kaldbaks (4 að vera Svalbaks)
E. A. 2, er hann kom til Grimsby 27. janúar 1950, og var þessi athugun læknisins
tilkynnt heilbrigðisstjórninni fyrir milligöngu utanrikisþjónustunnar. Væri sann-
gjarnt að gera hinum góðviljaða hrezka lækni kunna niðurstöðu atliugunarinnar,
ef hann skyldi „be interested to know“, hvernig mataræði er háttað á islenzkum
togurum, og þá sérstaklega hvernig það var á togara þeim, er hér um ræðir. E. t. v.
þykir honum og nokkur fróðleikur í að heyra, hvernig „skyrbjúgstilfelli“ hans
komu héraðslækninum á Akureyri fyrir sjónir. Stuttur útdráttur úr skýrslu hér-
aðslæknisins fyigir hér með á ensku.“
Hinn brezki læknir, sem hér átti hlut að rnáli, lét sig ekki henda
þann háttvísisskort að fyrtast af greinargerðinni, livað þá að hann
forhertist gegn staðreyndunum og héldi sjúkdómsgreiningu sinni til
streitu. Hann þakkaði upplýsingarnar í Ijúfmannlegu bréfi, dags. 11.
ágúst 1952:
„I am most interested in the reports which you so kindly scnt me of the inten-
sive investigation which has been carried out on the two seamen whom I reported
as suffering from scorbutic signs.
The diet outlined as being issued to tlie seamen on the trawler certainly seems
adequate in ail essentials, and it may be that the signs presenting when I saw
them were improved by the time thcy were examined by the Doctor in Iceiand.
I had prescribed ascorbic acid, but this would probably have been insufficient
to have produced a remarkable clinical cliange in so short a time.
When seen my enquiries were directed to the amount of fresh food taken by
the seamen while 011 board, and I formed the opinion that this, coupled with the
symptoms of avitaminosis, led me to approach you on the matter as I felt sure
that your progrcssive medicai directorate would be glad to investigate thcsc entirely
independent observations, and, as has liappily occurred, refute them.
I have examined several Icelandic seamcn since that time withoul seeing any
clinical signs which might dispose me to comment."
Sjúkdómsgreining hins brezlca læknis á sér nærtæka sálfræðilega
skýringu. Hans vitjar maður, og það dreyrir með tönnum hans. Sá er
sjómaður og í tilbót frá íslandi, sem er heimskautaland og þar af
leiðandi skyrbjúgsland. Hér þarf ekki frekari vitna við: Maðurinn