Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 83
81
urskortinn, sem stundum ber á. Annar fjörefnaskortur er af óvissara
uppruna.
Búða. 2 væg rachitistilfelli sá ég hér á árinu. Auk þess bar nokkuð
á C-vitamínskorti, einkum að vorinu, nú eins og oft áður, og eru þá
jafnan gefin viðeigandi lyf með góðum árangri. Nokkuð ber á því, að
sjúklingar með óljós sjúkdómseinkenni leiti sérfræðinga í Reykjavík,
og koma þeir oftast aftur með legio af receptum, hljóðandi upp á
fjölda bætiefna, einkum þó C og B.
Kirkjubæjar. Bætiefnaskortur á lágu stigi er nokkuð algengur. Skyr-
bjúgur og beinkröm koma stöku sinnum fyrir.
Vestmannaeyja. Á heilsuverndarstöðinni verður vart beinkramar-
einkenna á byrjunarstigi í börnum á 1. og 2. ári. Læknast börnin fljótt
við hollara mataræði, lýsi, kvartsljós og útivist, ef þess er kostur.
Það er næsta ótrúlegt, hve börnin spretta fljótt upp, verða hraustleg
og fjörleg í útliti. Héraðsbúar sjá þetta og skilja og vilja fyrir engan
mun missa af eftirliti með ungbörnum. C- og B-fjörefnaskortur gerir
alltaf meira og' minna vart við sig; er bætt úr þessu eftir föngum með
breyttu og betra mataræði, útivist og þá fjörefnum þeim, sem frekast
má vænta árangurs af. Vanfærar konur ættu ávallt að nota lýsi um
meðgöngutímann, ger og kálmeti (græmneti) og hafa í huga, að þær
þurfa að eta fyrir tvo (stundum fleiri). Ríboflavínskortur gerir vart
við sig á börnum og fullorðnum. Batnar við hentugt mataræði og
ríboflavíngjafir í stórum skömmtum.
Stórólfshvols. Nokkuð bar á bætiefnaskorti, sérstaklega seinna
hluta vetrar, aðallega í börnum og' kvenfólki. Var aðallega um C-vita-
mínskort að ræða.
13. Bronchiectasiae.
Þingeyrar. 2 tilfelli.
Nes. 2 sjúklingar ineð bronchitis chronica virðast einnig hafa bron-
chiectasis.
14. Caries dentium.
Stykkishólms. Tannskemmdir mjög útbreiddar hér eins og víðar,
mörg hundruð tennur dregnar á hverju ári.
Bíldudals. Mikið um tannskemmdir. Margir hafa misst allar sínar
tennur um tvítugt. 144 tennur voru dregnar úr OG manns á árinu.
Þingegrar. 91 tilfelli.
ísajj. Mikil.
Hólmavíkur. Með algengustu kvillum hér. Dregnar voru 334 tennur
úr 137 sjúklingum.
Grenivíkur. Álltaf inikið uin tannskemmdir.
Þórshafnar. Til ineðferðar hafa komið 76 sjúklingar.
Vopnajj. Caries dentium 80.
Segðisjj. Tannverkur heyrist sjaldan orðið nefndur, og er það vafa-
laust að þakka tannlækningastarfsemi undanfarinna ára. Tann-
skemmdir eru þó enn þá miklar, í börnum aðallega. Fullorðið fólk
hefur margt látið tína úr sér tennurnar og fengið „sígildar" í staðinn.
Nes. Undantekning að sjá heilar og óviðgerðar tennur í fullorðnum
n