Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 84
82
manni. Tannviðgerðir eru þó framkvæmdar á staðnum, og er það
mikil bót, enda halda menn tönnum sínum yfirleitt vel við þannig.
Kirkjubæjar. Tók 214 tennur.
Vestmannacijja. Tannskemmdir ákaflega tíðar, eins og víðar á þessu
landi, á börnum og fullorðnum.
15. Colitis ulcerosa.
ísajj. Hef séð þann kvilla tvisvar á 4 mánuðum.
16. Conjunctivitis & blepharitis.
Þingeijrar. Conjunctivitis 4, blepharitis 3.
Vopnafí. Conjunctivitis 5, blepharitis 24, kerato-conjunctivitis 1.
Nes. Mjög algengur kvilli hér. 4 erfið og þrálát tilfelli. 2 fengu sár
á cornea, og varð ég oft að eyða þeim með joði, þar til bólgan lét
undan og sármyndunin hætti.
17. Cystitis.
Kleppjárnsreykja. 2 tilfelli.
Reykhóla. Nokkur tilfelli á árinu. Flest kvenfólk.
Isafj. Alltíður kvilli.
Hólmavíkur. 21 tilfelli, allt konur og telpur. Oft eru það sömu kon-
urnar, sem leita manns árlega og sumar oft á ári vegna þessa kvilla.
Ólafsfi. Nokkrir sjúklingar, allt konur.
Grenivíkur. Aðeins 3 tilfelli á árinu,
Þórshafnar. Algengur kvilli.
Vopnafi. 3 tilfelli.
Nes. Fjölmörg tilfelli skráð. Batnar vel við vægan súlfakúr. 1 til-
felli var með svæsinni haematuria, og reyndist engin önnur ástæða
finnanleg við rannsókn á Landsspítalanum.
18. Diabetes.
Stykkishólms. Ungur maður innan úr eyjum hefur haft sykursýki
í nokkur ár. Hefur hann verið viðloðandi hér í Stykkishólmi undan-
farið, og notar hann stöðugt insúlín. í fyrra fann ég hér 56 ára gamla
konu með sykursýki á allháu stigi, sem ekki hafði verið vitað um áður.
Notar nú insúlín og líður allvel eftir atvikum.
Reykhóla. 1 drengur, 12 ára, er með sykursýki. Hann fær daglega
insúlínsprautur, og virðist líðan hans bærileg.
ísafi. Varð ekki vart á árinu.
Hólmavíkur. 2 sjúklingar, gamall maður og miðaldra bóndi. 3 sjúk-
lingurinn, 13 ára drengur, fluttist í Reykhólaliérað. Allir nota insúlín
að staðaldri.
Kópaskers. Ung stiilka, heimilisföst í héraðinu, hefur diabetes og
notar insúlín, en dvelst langdvölum utan héraðs (á Akureyri).
Nes. Sami sjúklingur og áður, en annar bættist við, fullorðin kona
með væg einkenni.
Búða. Sömu 2 sjúklingar sem áður. Gamla konan, sem nú er 72
ára og getið var sérstaklega í síðustu skýrslu vegna coma diabeticum,
fékk á árinu apoplexia cerebri og er nú lömuð vinstra megin.
Víkur. 3 ára barn þarf daglega insúlín. Veiktist árið áður, fékk