Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 86
84
!
lungnabólgu 10—20 sinnum. Fær mjög oft háan hita með verkjum
og andþrengslum. Pensilín og nú í seinni tíð aureomycín hefur hjáipað
henni mjög mikið, og hóstar hún þá upp ógrynni af daunillu sputum
og léttir í bili.
Reijklnóla. Alltaf nokkur tilfelli af heymæði meðal þeirra, sem
stunda gegningar.
Þingeyrar. 1 tilfelli.
Isafí. Sést öðru hverju, oftast samfara asthma.
Þórshafnar. 2 karlar.
Vopnafí. 4 tilfelli.
Nes. 2 karlar eru vart vinnufærir vegna þessa sjúkdóms. Sennilega
bæði tilfellin afleiðing heymæði.
Búi5a. 3 sjúklingar.
22. Enuresis nocturna.
Reykhóla. 2 tilfelli.
Þingeyrar. 1 tilfelli.
ísafí. í 4 börnum.
Nes. Algengur kvilli barna og erfitt að lækna (enda vissi ég til, að
ein móðirin fékk dropaglös frá hómópata fyrir norðan og borgaði
fyrir þau drjúga fjárhæð; átti hún að gefa barninu nokkra dropa af
glasi A og síðan af glasi B, en ekkert stóð á glösunum um innihaldið,
og varð árangurinn enginn). Hef notað amphetamín að kvöldi og
ráðlagt sérstakt mataræði, að því er virðist með nokkrum árangri.
Búða. 1 sjúklingur.
23. Epilepsia.
Stykkishólms. Kona, rúmlega fimmtug, hefur verið hér á sjúkra-
húsinu í mörg ár með epilepsia. Hún var hætt að þola phenemal, varð
æst og upprifin og fékk krampaflog. Nú um 1 árs skeið hef ég notað
mesantoin, og hefur hún að mestu verið laus við krampa síðan.
Drengur á 2. ári er með epileptiform krampa, tablettae phenemali
mites halda honum í skefjum.
Reykhóla. 1 tilfelli, 5 ára telpa.
ísafí. 2 tilfelli.
Hvammstanga. 3 sjúklingar, hinir sömu og áður.
Hofsós. Kunnugt um 1 sjúkling í héraðinu með þenna sjúkdóm.
Kópaskers. 1 sjúklingur.
Nes. 3 tilfelli, þar af einn fáviti.
Víkur. 1 kona um þrítugt.
24. Erysipeloid.
Kleppjárnsreykja. 2 tilfelli.
Borgarnes. Kemur fyrir á hverju hausti í sláturtíð. Ég hef ekki séð
not af neinu nema pensilíni við þessum kvilla.
Stykkishólms. Iðulega á fingrum fólks, sem vinnur við sláturstörf
og stundum við fiskvinnu. Pensilín reynist vel í þrálátum tilfellum.
Reykhóla. 2 tilfelli í haust, bæði væg.
Hólmavíkur. 2 tilfelli á Hólmavík i sláturtíð.