Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 89
87
Bíldudals. Talsvert algengur kvilli hér, einkum í rosknum konum.
Þingeijrar. 5 tilfelli.
ísafi. Alltið í gamalmennum.
ólafsfí. Nokkrir sjúklingar.
Þórshafnar. Kona með hypertensio maligna dó á árinu úr apoplexia
cerebri.
Vopnafj. 4 tilfelli.
Nes. Töluvert áberandi í rosknu fólki og einstaka ungmennum. 2
sjúklinga rakst ég á, sem höfðu yfir 300 mm systoliskan þrýsting,
en lagaðist eitthvað við langa hvíld.
Búða. 1 nýr sjúklingur bættist við á árinu; hefur einnig coronar-
sclerosis með svæsnum angina-pectorisköstum; er karlmaður, 66 ára.
32. Hypertrophia prostatae.
Stgkkishólms. 2 slæm tilfelli á rosknum körlum; annar með retentio
urinae, og varð að catheterisera oft. Báðir voru síðan skornir í
Reykjavik með góðum árangri.
Búðardals. 2 sjúlclingar með hypertrophia prostatae c. retentione.
Þingegrar. 2 tilfelli.
Árnes. 83 ára maður fékk retentio urinae. Fór ég norður og lagði
inn legg „á demeure“. Síðan var hann sendur til Reykjavíkur til
skurðaðgerðar og kom heim aftur fullfrískur.
Hólmavíkur. Banamein 75 ára manns.
Hvammstanga. 4 sjúklingar, 3 þeirra skornir i Landsspítalanum.
Blönduós. Venju fremur áberandi. Á 2 mönnum héðan var gerð
prostatectomia transurethralis í Reykjavík, og hafði ég áður gert
sectio alta á öðrum þeirra. Aðrir 2, annar níræður og hinn nálægt
níræðu, voru öðru hverju á sjúkrahúsinu og ganga með þvaglegg að
staðaldri, en eru álitnir of gamlir til að leggjast undir uppskurð. Enn
voru 2, sem það dugði við að tappa af þeirn þvag nokkrum sinnum,
en á þeim 3. var stungið nokkrum sinnum. Loks dó karlægur karl,
sem hafði haft þvagteppu og legið með þvaglegg um hríð áður.
Kópaskers. 2 gamlir menn, sem ekki leituðu læknis, fyrr en þeir
höfðu fengið retentio totalis, voru báðir fluttir í sjúkrahús, en dóu
þar eftir skamma dvöl.
33. Hypertrophia tonsillarum.
Þingegrar. 29 tilfelli.
34. Hypotonia arteriarum.
tsafj. 4 tilfelli, allt karlar á bezta aldri.
35. Idiosyncrasia.
Stgkkishólms. Ýmiss konar ofnæmiskvillar þó nolckuð algengir.
Þingegrar. 3 tilfelli.
ísafj. Fengu 2 konur af appelsínuáti.
36. Ileus.
Stgkkishólms. 59 ár gamall bóndi úr Dalasýslu var fluttur hingað
á spitalann með ileus. Var hann búinn að liggja heima í 2 daga með