Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 90
88
kvalir í kvið, þegar læknirinn í Búðardal kom lil hans og sendi liann
hingað. Karlinn var furðu liress. Þegar hann var opnaður, kom í ljós
intussusceptio ileocoecalis. Drep var komið í görnina rétt við ileo-
coecal samskeytin; var tekinn ca. 15 sm langur bútur úr görninni og
endarnir saumaðir út í magálssárið, þar eð ekki þótti tryg’gt að skeyta
þá saman strax. Allt gekk vel til að byrja með fyrstu 2 dagana, og
sjúklingur var allveg hress, saur gekk iit um garnastúfinn, k’vúður
mjúkur og enginn meteorismus, því sem næst hitalaus. En allt í
einu þyrmdi yfir sjúklinginn, hiti fór upp í 39°, hann collaberaði
og dó daginn eftir, eða röskum 3 dögum eftir óperation, þrátt fyrir
ríflega gjöf stimulanta. Pensilín og streptomycín hafði hann fengið
allan tímann. Við krufningu leit allt vel út á skurðstaðnum, en í ljós
kom, að hann hafði geysistór cystunýru báðum megin, og virtust
vera dreifðar blæðingar í nýrnavefnum, þar sem eitthvað sást af
honum. (Var hér um skyndilega bilun nýrnanna, uraemi, að ræða?)
Búðardals. 1 tilfelli. 59 ára karlmaður. Skorinn upp í Stykkis-
hólmi. Dó.
37. Intoxicatio zincica.
Ólafsfí. 1 sjúklingur.
38. Meningitis.
Rvík. Skráður 1 sjúklingur með meningitis purulenta, 2 með otogen
meningitis. 1 sjúklingur dó úr heilasótt.
39. Migraene.
Kleppjárnsreykja. 3 tilfelli.
Stykkishólms. 38 ára kona hér í Stykkishólmi hefur tj7piska
migraene, tekst sæmilega að halda henni í skefjum með gynergen.
Þórshafnar. Nokkur væg tilfelli.
Búða. 2 ungar konur, sömu sjúklingar og áður.
40. Molluscum contagiosum.
fsafj. 5 tilfella varð vart í haust.
41. Morbus Basedowii.
Stykkishólms. 3 konur með þenna sjúkdóm, 1 var skorin á Lands-
spítala með góðum árangri.
Bíldudals. 2 konur, 37 og 48 ára. Fóru báðar á Landsspítalann og
gerð óperation á báðum.
Hofsós. 1 kona, 54 ára, var skorin á Landsspitalanum.
Vopnafj. Hyperthyreoidismus 1.
42. Morbus cordis.
Kleppjárnsreykja. 6 tilfelli.
Ólafsvíkur. Hjartasjúkdóma i fólki hér má hiklaust telja til elli-
kvilla, því að sáralítið er hér um gigtfeber og myocarditis. Aðeins
1 tilfelli af carditis (myo-, endo-), er kom fyrir í 14 ára unglingi hér
veturinn 1944—1945.