Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 94
92
56. Sclerosis disseminata.
Búða. 3 sömu sjúklingar og áÖur.
Víkur. Stúlka rúmlega þrítug. Veiktist 1944 og var lengi á Lánds-
spítalanum. Nú heima, og er heilsufar hennar mjög breytilegt.
Vestmannaeyja. 1 kona hér hefur þenna sjúkdóm. Hefur verið á
spítölum í Reykjavík og hér án verulegs árangurs. Er nú sem stendur
í heimahúsum.
57. Sialoadenitis chronica.
Sauðárkróks. 1 stúlka var skorin upp og batnaði.
58. Sialolithiasis.
Reykhóla. 70 ára gamall maður var að borða hádegisverð. Bólgnaði
þá skyndilega upp önnur kinnin, og fékk hann mikla verki. Ég skoð-
aði hann skömmu seinna, og var hann þá með harða bólgu utan á
kjálkanum og niður á háls. Ég gat hvorki séð né palperað stein.
Hlýtur þó að hafa verið um stein eða corpus alienum að ræða, senni-
lega í ductus submaxillaris. Bólgan hjaðnaði eftir 2—3 daga.
59. Sinusitis.
Þingeyrar. Sinusitis frontalis 3, maxillae 2.
60. Thermoplegia.
Kleppjárnsreykja. 1 tilfelli.
61. Torticollis.
Kleppjárnsreykja. 3 tilfelli.
Búða. Stúlka, 7 ára gömul. Send til aðgerðar (tenotomia) á Lands-
spítalann.
62. Ulcus ventriculi & duodeni.
Kleppjárnsreykja. Ulcus duodeni 1 tilfelli.
Stykkishólms. I janúar í vetur var ég sóttur á afskekktan bæ til
manns, er Iegið hafði heima í 4 daga með geysilegar kvalir í kviðar-
holi. Sagðist hann hafa verið á ferð í sveitinni, borðað súrt skyr og
vont slátur. Á leiðinni heim fékk hann svæsnar kvalir í maga, svo að
hann komst varla heim til sín. Þar hafði hann legið síðan sárkvalinn.
Hélt, að þetta væri kveisa, sem bráðlega myndi batna, og hafði því
ekki viljað láta sækja lækni. Þegar ég kom til hans, var hann mjög
langt leiddur, bersýnilega moribund. Hiti var þá rúm 40°, kviður
harður og spenntur með tympanitiskum tón, púls lítill og mjög hraður.
Var hér greinilega um diffus perforationsperitonitis að ræða. Ég lét
samt flytja manninn á spítala, þó að vonlítið væri, að hægt væri að
hjálpa honum, þar eð ekki sýndist viðlit að óperera vegna ástands
mannsins. Eina vonin var, að antibiotica gætu kannske hjálpað. Hann
fékk því bæði streptomycín og pensilín í stórum skömmtum, en allt
kom fyrir ekki, hann dó á öðrum degi eftir komu sína á spítalann.
Mest undraðist ég hörku og þrautseigju mannsins að þola slíkar
kvalir án þess að leita sér nokkurrar hjálpar. Ekki hafði þessi maður,
að sögn, verið neitt veill í maga áður.
Þingeyrar. 2 tilfelli.