Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 97
95
Það eru nokkur sóðaheimili, sem hýsa hana, og dugar þvi ekki til,
þótt hjúkrunarkona hreinsi börnin og reyni á annan hátt að sigrast
á óþverranum. Til mála kom að vísa þeim börnum úr skóla eftir nýár,
ef ekki yrði breyting til batnaðar. Hryggskekkja (oftast mjög lítil)
20, blóðleysi (vottur) 25, eitlaþroti 35, stækkaðar tonsillae 80, sjón-
gölluð 25, heyrnardeyfa 6, rachitismerki 5, anaemia perniciosa 1
(9 ára drengur; athugaður með ákveðnu millibili og hefur stöðuga
meðferð), vanþrif 1, morbus cordis congenitus 1, missir annars auga
1, eczema 1, asthrna 1.
Borgarnes (147). Lús og kláði sást ekki, en tannskemmdir miklar.
Scoliosis 2, adenitis 4, sjóngalli 1.
Ólafsvíkur (169). Sjóngallar 1. g. 7, m. g. 1 (með gleraugu: nær-
sýnn), stórar tonsillae 2, defonnitas sterni 1, scoliosis 1. g. 1.
Stykkishólms (219). Yfirleitt voru nemendur vel hraustir, og eng-
um var vísað frá skóla. Hypertrophia tonsillarum 27, scoliosis 6,
ýmsir sjóngallar 19, pes planus 2, dystrophia adiposo-genitalis 1,
acne 2, anaemia 3. Á lús bar litið að þessu sinni. Mjög mikið er um
tannskemmdir.
Búðardals (78). Yfirleitt vel hraust. Eitlaþroti 13, kokeitlar stækk-
aðir 5, foetor ex ore 1, adipositas 1, sjóngallar 2, blepharitis 2, scolio-
sis 8, kyphosis 1, febrilia 1.
Reykhóla (32). Heilsufar barnanna yfirleitt gott. Tannskemmdir
mest áberandi kvilli. Nitar varð vart i 1 barni, enda er lúsin langt
frá útdauð, þótt mjög hafi hún látið undan síga fyrir nýjum lyfjum
og auknum þrifnaði.
Flateyjar (23). Heilsufar og þroski skólabarna í mjög góðu lagi.
Þessir kvillar fundust auk tannskeminda: Hypertrophia tonsillarum 2,
sjóngallar 5, asthma bronchiale 1, pubertas pi-aecox 1, adipositas 1,
pes planus 1.
Bíldudals (61). Börnin yfirleitt vel útlítandi og hraust. Engum
meinuð skólavist vegna veikinda. 2 börn Pirquet4-, voru það bæði í
fyrra. Scoliosis 1, hypertrophia tonsillarum 23, í flestum lítillega,
eitlaþroti á hálsi 12, smávegis á flestum, myopia 3, conjunctivitis 1.
Þingeyrar (69). Börn og unglingar hraustleg. Helztu kvillar auk
tannskemmda: Stækkaðir kokeitlar 25, skakkt bak 2, meltingar-
kvillar 1, afleiðingar beinkramar 1, flatfætur 1.
Flateyrar (123). Kennarar telja heilsufar skólabarna gott.
Bolungarvíknr (120). Meðal skólabarna ber talsvert á IÚS og nit,
og virðist mér ganga heldur erfiðlega að gæta þessa. Gerði ég eina
alls herjar atlögu að skólanum, en árangur sjálfsagt heldur bágborinn.
ísafj. (409). Barnaskóli ísafjarðar: Hryggskekkja 12, bein-
kramareinkenni á brjósti 4, flatir fætur 5, eitlabólga 27, kokeitlaauki
19, hvarmabólga 12, sjóngallar 5, kryptorchismus 1, ductus arteriosus
patens 1, eczema 3. Barnaskóli Hnífsdals: Hryggskekkja 4,
naflatog 1, eitlabólga 9, kokeitlaauki 9. Barnaskóli Skutuls-
fjarðar: Hryggskekkja 1, flatfótur 1, eitlabólga 3, kokeitlaauki 3.
Ögur (50). Heilsufar barna og unglinga í Reykjanesskóla var gott.
Lús eða nit hafði ekkert barnanna i unglingaskólanum og aðeins 2 í
barnaskólanum. Mun óvíða betur ástatt í þessum efnum. 1 barn með