Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 102
100
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Hafnarfj. Eg txef ekki tölur fyrir hendi um aðsókn að læknum, en
hún er mikil, svo og aðsókn að sjúkrahúsinu.
Stykkishólms. Meðaltal sjúklinga á dag á viðtalsstofu er um 12.
Eftir reynslu minni hér í héraðinu, mun þett vera nálægt meðal-
aðsókn að lækni á ári. Ferðir 86 og skiptast þannig: Innan héraðs 62,
utan héraðs 24. 63 ferðir voru farnar á bíl, 23 á bátum, gangandi og
ríðandi. Tímalengd ferða var frá 2 og upp í 16 klukkustundir.
Bíldudals. Læknis allmikið leitað, einkurn af fólki í kaupstaðnum.
ísafj. Aðsókn að læknum og sjúkrahúsum mun svipuð og síðast
liðið ár.
Árnes. Héraðslæknir á Hólmavík þjónaði héraðinu á tímabilinu 1.
marz—1. júní og aftur 1. sept. til áramóta. Fór á fyrra tímabilinu
2 ferðir um héraðið, skoðaði 9 manns á þrem stöðum. Læknishjálp
í síma og bréfleiðis var veitt 31 sinni. Á seinna tímabilinu voru farnar
4 ferðir um héraðið, þar af 2 til skólaskoðunar. Skoðaðir þá auk
skólabarna 36 sjúklingar á 7 stöðum. Viðtöl í síma á því tímabili
voru 21.
Hólmavikur. Sjúklingafjöldinn enn meiri en áður, ferðir litlu fleiri,
en sjúkravitjanir nær heímingi fleiri.
Hvammstanga. 168 ferðir innan héraðsins og 3 lit úr héraðinu.
Vegalengd samtals um 7800 km.
Blönduós. Aðsókn að lækni fer vaxandi, enda hefur fólki í hérað-
inu heldur fjölgað hin síðari ár, fastar áætlunarferðir eru flesta virka
daga út um héraðið vegna mjólkurflutninga, svo að fólk á miklu
hægara með að ná til lælcnis, og auk þess hafði ég fastan viðtalstíma
tvisvar í viku í Höfðakaupstað um sumarmánuðina. Sjúkrasamlögin
eiga líka sinn þátt í því, að fólk skirrist ekki við að leita læknis.
Læknisferðir að þessu sinni miklu fleiri en nokkurn tíma áður, síðan
ég kom í þetta hérað, enda talsvert krankfellt. Farnar voru 226 ferðir
til læknisvitjana innanhéraðs, 7 til Hvammstanga til aðstoðar við
héraðslækni þar, 25 áætlunarferðir til Höfðakaupstaðar og 13 til
skólaskoðana. Samanlögð vegalengd, sem farin var í ferðum þessum,
var 11284 km. Langflestar voru ferðirnar um haustið, meðan skóla-
skoðanir stóðu yfir, enda þá einnig mikið að gera af öðrum sökum.
Það gefur að skilja, að með slíkum ferðalögum er það höfuðnauð-
syn fyrir héraðslækni að hafa bifreið, sem hægt er að treysta, að sé
í lagi, hvenær sem þarf að grípa til hennar. Læknisbifreiðar endast
illa, bæði vegna þess, að ekki er hægt að skorast undan ferðum, þótt
vegir séu illfærir, og eins vegna liins, að læknir, sem hefur mikið að
gera, getur ekki sjálfur hirt um bifreið sína eins vel og atvinnubíl-
stjóri. Læknar þurfa því að eiga þess kost að skipta um bifreið á
4—5 ára fresti.
Sauðárkrólcs. Sjúklingar: 774 börn, 919 karlar og 870 konur. Margir
nutu ljóslækninga á árinu, ambúlant. Ferðir höfum við farið 140
á árinu út um héraðið (að meðtöldum skólaskoðunarferðum): í
janúar 6 ferðir, febrúar 6, marz 9, apríl 16, maí 15, júní 11, júlí 13,
ágúst 12, september 16, október 12, nóvember 12, desember 12.