Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 103
101
Hofsós. Ferðalög alltaf mjög mikil. Farnar voru 198 ferðir út fyrir
taltmörk Hofsóskauptúns. Þar af voru 50 ferðir í Fljótin. Flestallar
ferðirnar farnar í bíl.
Ólafsfj. Svipuð aðsókn og undanfarin ár, ca. helmingi fleiri
en áður en sjúkrasamlag tók til starfa. Alls leituðu þessir 846 sjúk-
lingar til mín 6020 sinnum. Ferðir engar nema örstuttar.
Akureyrar. Aðsókn að læknum mikil á árinu, enda heilsufar með
lakara móti.
Grenivikur. Aðsókn að lækni mjög svipuð og undanfarin ár. Ferðir
46, þar af 3 til Hríseyjar.
Nes. Tímann, sem ég var hér, voru 1070 sjúklingar skráðir alls, og
geri ég ráð fyrir að hafa unnið að meðaltali um 1500 læknisverk á
mánuði. Ferðir til Mjóafjarðar munu hafa verið 3 á árinu, en í Norð-
fjarðarhrepp ekki talið, enda yfirleitt svo stutt og fljótfarið.
Djúpavogs. Ferðir út fyrir þorpið 43. Sjúklingafjöldi 310. Sjúkra-
stofur héraðsins lítið notaðar á árinu, enda ekki auðvelt að taka til
sín sjúklinga, þar sem enga húshjálp er að fá eða nokkurn, sem til
hjúkrunar kann.
Vestmannaeyja. Engar skýrar tölur liggja fyrir. Þó hefur oft verið
mjög erilsamt vegna kvefpesta, hálsveiki og inflúenzu. Sjúkrasam-
lagslæknar eru hér 3 og oft með köflum mikið sóttir og þá oft, þótt
lítið sé um að vera, enda svo að segja við bæjardyrnar, svo að auðvelt
er að ná til þeirra. Þarf engan að furða, þótt svo sé, því að hér í
grennd eru um 6 þúsund erlendir og innlendir sjómenn, sem sækja
hingað á vertíð á svæðið milli Ingólfshöfða og Eldeyjarbanka eða
Jökuldjúp. Svo hefur þetta verið, síðan ég kom í héraðið.
Laugarás. í þeim tilfellum, sem læknir er ekki sóttur, fer meiri
hluti consultationa fram í síma eða skriflega. Miklu færri koma heim
til læknis.
F. Augnlækningaferðir.
Samkvæmt lögum nr. 12 25. janúar 1934 ferðuðust 4 augnlæknar
um landið á vegum heilbrigðisstjórnarinnar: Kristján Sveinsson,
augnlæknir í Reykjavík, um Vestfirði, Helgi Skúlason, augnlæknir á
Akureyri, um Norðurland, Bergsveinn Ólafsson, augnlæknir í Reykja-
vík, um Austfirði, og Sveinn Pétursson, augnlæknir í Reykjavik, um
Suðurland.
Hér fara á eftir skýrslur þeirra um ferðirnar:
1. Kristján Sveinsson.
Ferðalögum hagað eins og undanfarin ár, og er skipting eftir helztu
sjúkdómum og stöðum, eins og greinir í meðfylgjandi töflu:
Flestir voru með kvartanir vegna aldursbreytinga á augum, sjón-
galla og slímhimnubólgu (conjunctivitis). Fann 6 nýja glaucomsjúk-
linga, hinir komu til eftirlits. Gerði eina aðgerð (exstirpatio sacci
lacrymalis) á Patreksfirði og' aðra sams konar á ísafirði.