Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 104
102
Glaucoma Cataracta Dacryocystitis Strabismus Degeneratio maculae Retinitis pigmentosa Ablatio retinae Sjúklingar alls
Akranes 3 4 _ _ _ í _ 48
Borgarnes 3 2 í - - - - 41
Ólafsvík 5 2 - í - - - 40
Stykkishólmur 6 1 i í - - - 69
Búðardalur 6 2 - - - - - 49
Patreksfjörður 4 3 2 í - í - 74
Bildudalur 3 2 1 í - - - 30
fingeyri 2 2 í - - - 35
Flateyri 3 3 - - - - - 40
Isafjörður 14 6 6 4 3 - í 240
Bolungarvík 3 2 - - 1 - 37
Samtals 52 29 11 9 4 2 i 703
2. Bergsveinn Ólafsson.
Ferðinni hagað svipað og áður, viðdvöl á 11 stöðum. Ferðalagið
tók alls réttan mánaðartíma. Meðfylgjandi tafla samin eftir sömu
reglum og undanfarin ár. Skoðaði samtals 531 manns. Reynt að út-
vega gleraugu þeim, er þess þurftu. Glaucomsjúklingum var öllum
stefnt suður til uppskurðar, og er mér kunnugt um, að 8 þeirra 11,
sem nú eru taldir í fyrsta sinn á skýrslu, hafa þegar verið skornir
upp. 3 sjúklingum með ský (cataracta) var ráðlagður uppskurður,
en enginn þeirra hefur enn þá komið til uppskurðar, svo að ég viti.
Enginn uppskurður gerður í ferðalaginu. Læt fylgja skýrslu þessari
töflu um 61 glaucomauga í 38 glaucomsjúklingum, sem tekið höfðu
sjúkdóminn fyrir 1—20 árum. 37 af þessum sjúklingum skoðaði ég
í ferðalaginu, en 1 hér syðra nú í vetur. Alla þessa sjúklinga hef ég
fundið á ferðalögum mínum þessi 11 ár, sem ég hef ferðazt um Aust-
urland. Sýnir taflan gang veikinnar og lækningatilraunir, sem gerðar
hafa verið á þeim, enn fremur ástand þeirra, eins og það var á síðast
liðnu sumri. Síðasta línan sýnir afdrif 10 augna, sem ekki hafa kornið
til aðgerðar, annað hvort af því, að þau hafa verið blind, er sjúklingar
fyrst vitjuðu mín, eða þá að þeir hafa ekki farið eftir ráðleggingum
minum um aðgerð. Eina sjáandi augað í þessuin flokki mun hafa
tekið veikina árið 1948 eða 1949, en kom fyrst til aðgerðar 1950, og
hafði þá sjónin stórum versnað frá því, er ég sá sjúklingin fyrst 1949.
Sjúklingar þessir voru ópereraðir af ýmsum læknum og með mis-
munandi aðferðum. Alls hef ég fundið 132 glaucomsjúklinga á þess-
um ferðum mínum. Margir þeirra eru nú dánir, en allmargir fleiri
en fram koma á yfirliti þessu eru enn þá lifandi og með sæmilega
sjón. 2, til viðbótar þeim, sem hér eru taldir, veit ég um blinda af
glaucoma, þrátt fyrir aðgerð. Ég held samt, að þetta sýni árangur
ferðalaganna með tilliti til glaucomsjúkdómsins hlutfallslega ekki
mjög fjarri því sem hann er, en líklega þó heldur verri, vegna þess
að þeir, sem blindazt hafa á fyrra auga, gæta þess betur að láta