Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 109
10?
8. 40 ára g. hafnsögumanni í Reykjavík. 3 fæðingar á 19 árum.
Komin 4 vikur á íeið. 3 börn (19, 13 og G ára) í umsjá móður-
innar. íbúð: 3 herbergi. Fjárhagsástæður allgóðar.
Sjúkdómur: Neurasthenia accidentalis. Depressio psycho-
genes.
Félagslegar ástæður: Eiginmaður mjög drykkfelldur.
Börn taugaveikluð.
9. 32 ára fylgikona starfsleysingja í Reykjavík. 3 fæðing'ar og 1
fósturlát á 7 árum. 3 börn (7 ára, 1 og 11/12 árs) í umsjá móður-
innar. Ibúð: 1 herbergi. Fjárhagsástæður: Á opinberu framfæri.
S j ú k d ó m u r: Neurosis depressiva.
Félagslegar ástæður: Mjög lélegar uppeldishorfur fyrir
börn hennar og fátækt og óregla barnsföður hennar.
10. 18 ára óg. sjúklingur í Reykjavík. Vanfær í fyrsta sinn. Ekki
greint, hve langt komin á leið. íbúð sæmileg. Fjárhagsástæður
föður hennar sæmilegar.
Sjúkdómur: Psychopathia (Encephalitidis sequelae?).
Félagslegar ástæður: Stúlkan erfiður ómagi á foreldrum
sínum.
11. 37 ára óg. húskona í Reykjavík. 7 fæðingar og 2 fósturlát á 16
árum. Komin 5 vikur á leið. 5 börn (12, 11, 8, 4 og % árs) í um-
sjá móðurinnar. íbúð: 1 herbergi og eldhús. Fjárhagsástæður:
Á opinberu framfæri.
5 j ú k d ó m u r: Neurasthenia. Inferioritas.
Félagslegar ástæður: Örbirgð.
12. 33 ára óg'. vinnustúlka í Reykjavík. 1 fæðing og 3 fóstureyðingar
á 7 árum. Komin 8—9 vikur á leið. Ekkert barn í umsjá móður-
innar. íbúð: 1 herbergi. Fjárhagsástæður lélegar.
Sjúkdómur: Tbc. pulmonum duplex (pneumothorax arti-
ficialis).
Félagslegar ástæður: Umkomuleysi.
13. 17 ára óg. sjúklingur í Reykjavík. Vanfær í fyrsta sinn og komin
6 vikur á leið. Húsnæðislaus. Fjárhagsástæður lélegar.
S j ú k d ó m u r: Tbc. pulmonum.
Félagslegar ástæður: Æska konunnar. Hefur ekki í
hyggju að gifta sig og faðir hennar fátæklingur, sem hefur ekki
ástæður til að taka liana heim.
1945: 10/45, 1946: 4/38, 1947: 4/39, 1948: 13/39, 1949: 20/63.“ Að sjálfsögðu kvaðst
landlæknir ekki synja fyrir þessa sjúkdómsgreiningu „sem eftir atvikum réttmætt
tilefni fóstureyðingar í hverju einstöku tilfelli, en óneitanlega er hún fallin til að
vekja nokkra tortryggni, sérstaklega með tilliti til þess, hve ört hún færist í vöxt,
og ekki má það berast til vitundar kvenna, að ráðið til að fá fóstri sínu eytt sé að
bera sig nógu hörmulega og sýna sig líklega til að farga sér, því að slikt er auð-
leikið.“ Að endingu bað landlæknir hlutaðeigandi lækna að lita á bréf sitt sem
vinsamlega ábendingu um að hafa allan vara á sér cftirleiðis í þessu efni. Um
þetta ritaði landiæknir einnig deildarlækni fæðingardeildar Landsspitalans.