Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 110
108
14. 42 ára g. húskona í Reykjavík. 5 fæðingar á 19 árum. Komin 7
vikur á leið. Ekki greint, hve mörg' börn eru í umsjá móðurinnar.
íbúð: 2 herbergi og eldhús. Fjárhagsástæður: Á opinberu fram-
færi.
Sjúkdómur: Depressio psychogenes (sjálfsmorðshætta).
Félagslegar ástæður: Taugaveiklun eiginmanns og
erfiðir heimilishagir.
15. 33 ára g. bónda undir Eyjafjöllum. 7 fæðingar á 11 árum. Komin
5 vikur á leið. 5 börn (8, 7, 5, 4 og 1 árs) i umsjá móðurinnar.
Ibúð: 6 herbergi. Fjárhagsástæður sæmilegar.
Sjúkdómur: Neurosis. Thrombosis cerebri post partum
(fyrir 5 árum).
Félagslegar ástæður: ómegð.
16. 36 ára g. verkamanni í Reykjavík. 4 fæðingar á 14 árum. Komin
8 vikur á leið. 3 börn (11, 7 og 2 ára) i umsjá móðurinnar.
búð: 2 herbergi í lélegum bragga. Fjárhagsástæður: Venjulegar
verkamannstekj ur.
Sjúkdómur: Phlebitidis extremitatum inferiorum sequelae.
Neurosismus e labore.
Félagslegar ástæður: Mikil fátækt. Óheilnæm húsakynni.
Heimilisstörf konunni um megn (auk barnanna í umsjá hennar
77 ára gamalmenni). Eiginmaður vínhneigður.
17. 29 ára g. öryrkja í Reykjavík. 3 fæðingar og 1 fósturlát á 5
árum. Komin 6 vikur á leið. 3 börn (5, 3 og 1 árs) í umsjá móður-
innar. Húsnæðislaus. Fjárhagsástæður: Tekjur engar.
Sjúkdómur: Tbc. pulmonum.
Félagslegar ástæður: Eiginmaður berklasjúklingur á
Vífilsstöðum í afturbata, en fyrirsjáanlega öryrki i langan tima.
Heimilið verður að leysa upp.
18. 30 ára g. ... fræðingi í Reykjavík. 6 fæðingar á 10 árum. Komin
4 vikur á leið. 6 börn (9%, 9, 7, 6, 4 og 1 árs) i umsjá móður-
innar. íbúð: 3 herbergi. Fjárhagsástæður örðugar.
Sjúkdómur: Depressio inentis (sjálfsmorðshætta).
Félagslegar ástæður: Örðugur fjárhagur og eiginmaður
drykkfelldur.
19. 35 ára óg. sjúklingur á Vífilsstöðum. 1 fóstureyðing fyrir 8 ár-
um. Komin 7—8 vikur á leið. Húsnæðislaus. Fjárhagsástæður:
Tekjur engar.
Sjúkdómur: Tbc. pulmonum.
Félagslegar ástæður: Algert umkomuleysi.
20. 32 ára gift öryrkja í Reykjavik. 6 fæðingar og 1 fósturlát á 12
árum. Komin 7—8 vikur á leið. 5 börn (10, 9, 7, 5 og 3 ára) í
umsjá móðurinnar. fbúð: 2 herbergi og eldhús. Fjárhagsástæð-