Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 111
109
ur: Einu tekjur heimilisins eru ðrorkulifeyrir húsbónda og
barnalífeyrir.
S j ú k d ó m u r: Tbc. pulmonum.
Félagslegar ástæður: Örbirgð og ómegð.
21. 28 ára óg. vinnustúlka í Reykjavík. 1 fæðing á 6 árum. Komin 7
vikur á leið. Ekkert barn í umsjá móðurinnar. íbiið: 1 herbergi.
Fjárhagsástæður lélegar.
Sjúkdómur: Tbc. pulmonum (pneumothorax artificialis).
Félagslegar ástæður: Umkomuleysi.
Sjúkrahús Akureyrar.
22. 15 ára dóttir verkamanns í .... Vanfær í fyrsta sinn. Koinin 10
vikur á leið. íbúð: 3 herbergi og eldhús, ný ibúð. Fjárhags-
ástæður sæmilegar.
S j ú k d ó m u r: Infantilismus.
Félagslegar ástæður: Móðir stúlkunnar taugaveikluð og
lasburða.
23. 37 ára g. bónda í ...hreppi í Eyjafirði. 6 fæðingar á 14
árum. Komin 9 vikur á leið. 6 börn (14, 12, 8, 5, 4 og 1 árs) í
umsjá móðurinnar. íbúð: 5 herbergi, góð ibúð. Fjárhagsástæð-
ur: 15 kúa bú.
Sjúkdómur: Diabetes mellitus.
Félagslegar ástæður: ómegð. Ófullnægjandi heimilishjálp.
Vönun jafnframt fóstureyðingaraðgerð fór fram á 16 konum (tbc.
pulmonum: 3; depressio mentis, psychoneurosis etc.: 10; nephritis
chronica: 1; sclerosis disseminata: 1; Rh-meinsvörun: 1).
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvík. 2 konur létust af barnsförum, önnur, 25 ára fjölbyrja, af
blæðingum vegna retentio placentae, þrátt fyrir manuella losun á
placenta og blóðgjöf; hin, 38 ára frumbyrja, dó eftir sectio caesarea
vegna dysdynamia uteri. 1 kona dó vegna utanlegsþykktar.
Hafnarfj. Fæðingar gengu eðlilega. Meixá hluti fæðandi kvenna fer
á fæðingardeild Landsspítalans. Læknir er oftast kallaður til hverrar
fæðingar hér, tilefni tíðast ekki annað en deyfa hríðar eða gefa hríð-
aukandi lyf. Ljósmæður geta ekki um nein fósturlát í skýrslum
sínum.
Akranes. Eins og skráin ber með sér, vilja flestar konur fá deyfingu.
Kleppjárnsreykja. Aðallega viðstaddur til að svæfa lítillega í lok
fæðingar. Einu sinni þurfti þó að leggja á töng vegna inertia uteri
og máttleysis almennt hjá mjög holdugri, 42 ára multipara, sem ekki
hafði átt barn í 8 ár.
Borgarnes. Ekkert sögulegt þetta ár. Fósturlát 3: 1) 2 mánaða,
mikil blæðing. Leg hreinsað. 2) Á 5. mánuði. Án aðgerðar. 3) Á 2.
mánuði. Leg hreinsað. Habituel abort í 4, sinn.
Ólafsvíkur. Helztu aðgerðir: Töng 2. Losun á viðgrónum himnum
3 (í narcose). Við lá, að 1 tilfelli endaði ineð dauða konunnar (geysi-