Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 112
110
leg blæðing). Þurfti ekki svæfingar lii með himnulosun. Vildi til,
að fljótt gekk. Intrainural injectio pitúitrins stöðvaði blæðinguna í
hvelli. (Teknik: Uterus er handfarinn sem við Gredé, nálinni stungið
í gegnum kviðvegg allt vel á kaf í fundus uteri og svo injieerað.) Óvenju-
mikið um fósturlát, svo og retentio membranorum (adhaesiones).
Stykkishólms. Læknisaðgerðir þessar: Andlitsstaða, fóstur dautt,
gerð vending og framdráttur. Aftara hluta sitjanda eða mjöðm bar
að, því nær þverlega. Fæðing hafði staðið alllengi, er læknis var
vitjað. Sæmilega greiðlega gekk að ná niður fót og draga fóstur fram,
en það var dáið, er það náðist. Prolapsus cordae umbilicalis, enginn
æðasláttur fannst í naflastreng, þegar læknir kom. Lögð var á há töng,
en ekkert líf fannst með barninu, er það náðist. Blæðing í fæðingu,
placenta praevia, vending og framdráttur. Allt gekk vel. Inertia uteri,
gefið pitúitrín og narcosis obstetrica. Retentio placentae, kona hafði
fætt fyrir 4 tímum, er læknir kom. Fylgja náðist með C.rédé í svæf-
ingu. Öllum konum heilsaðist vel. Engin barnsfararsótt kom fyrir.
1 fósturlát, þýzk stúlka, hafði líka aborterað árið áður, hafði nú tals-
verða blæðingu, flutt á spítala og leg skafið, heilsaðist vel. Sjaldan
kemur það nú fyrir, að læknir sé beðinn að losa konu við fóstur,
enda frekar óstinnt upp tekið og þá jafnan brýnt fyrir hlutaðeiganda,
hvaða lög og reglur gilda um slíkar aðgerðir. Eitthvað mun vera um
takmarkanir barneigna og stundum leitað ráða læknis í því efni.
Aðallega munu vera notaðir smokkar og getnaðarverjandi smyrsl.
Sumir spekúlera i hinum svo nefndu öruggu tímabiluin, en með mis-
jöfnum árangri.
Búðardals. Var 8 sinnum viðstaddur fæðingar, í flest skiptin til að
deyfa. Er kunnugt um 2 fósturlát á árinu. Báðar fjölbyrjur á þrítugs-
aldri.
Reykhóla. 5 sinnum vitjað til fæðandi kvenna. 1 2 skiptin var ljós-
móðir ekki komin, og tók ég því á móti börnunum. Ekkert alvarlegt
að nema i 1 tilfelli. Var þá um að ræða primipara með barn í fram-
höfuðstöðu. Barninu náð með töng, en andvana. Konan fékk aspira-
tions-pneumoni, en batnaði eftir súrefnisgjöf og pensilín- og súlfalyf.
1 sveinbarn fæddist þannig vanskapað, að vinstra framhandlegg vant-
aði. Var hann eins og klipptur af ca. 3—4 cm framan við olnbogabót.
Barnið var með fullu lífi og fullþroska og vel skapað að öllu öðru
leyti. Ekkert fósturlát á árinu og ekki farið fram á abortus provocatus
eða þurft að sækja um það vegna vanheilsu nokkurrar konu.
Bildudals. Oftast vitjað til að deyfa. 1 sitjandafæðing. 1 barn fædd-
ist andvana og ófullburða, þverlega, koin tvöfalt án aðgerðar. 3 fóstur-
lát veit ég um á árinu. Mín vitjað til tveggja. Ein konan dvalargestur
úr Reykjavík. Læknisaðgerðar þurfti ekki með. Veit ekki til, að
abortus provocatus hafi verið framkvæmdur á konum i héraðinu.
Getnaðarverjur eru lítils háttar notaðar.
Þingeyrar. Vitjað 10 sinnum til fæðandi kvenna, aðallega til deyf-
inga. Töng lögð tvisvar á og gerð episiotomia. 1 abortus provocatus
varð hjá fjölbyrju í Mýrahreppi. Mun hafa verið gengin með hátt á
3. mánuð. Konunni var gefið ergometrín 0,5 mgr., er legið hafði
hreinsað sig. Hætti þá öll blæðing, og heilsaðist konunni vel á eftir.