Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 113
111
Kona í Þingeyrarhreppi, fjöibyrja, fékk „missed abortion“. Var send
á fæðingardeild Landsspítalans til aðgerðar. Heiisaðist vel á eftir.
Hefur mín ekki verið vitjað vegna annarra fósturláta í héraðinu. Ein
hjón hafa leitað ráða hjá mér vegna sterilitas konunnar, en mjög
miklum mun fleiri vilja vita ráð til takmörkunar barneigna, og eru
það þá helzt þeir, sem við bezt kjör búa. Smokkur mun vera algeng-
asta getnaðarverjan hér.
Bolungarvíkur. 2 börn dóu skömmu eftir fæðingu, og var annað
ófullburða tvíburi, en ég var þá syðra. Hitt barnið fannst dáið rúmum
sólarhring eftir fæðingu í vöggu sinni. Hefur þetta komið oftar fyrir
hjá sömu konu, en hún á fjölda barna fyrir. Fæðingar gengu vel, 3
fæðingar stirðar og' langdregnar og placenta prævia partialis í einni.
2 konur höfðu praeeclampsia.
ísafí. Samkvæmt bókum ljósmæðra og skýrslum sjúkrahúslæknis
gengu fæðingar flestar áfallalaust. Konur lifðu allar, 2 börn fæddust
andvana, en 1 dó skömmu eftir fæðingu. Ljósmæður geta 1 fóstur-
láts, en fleiri hafa orðið, því að 5 komu til aðgerða á sjúkrahúsið.
Ögur. Fæðingar eru fáar í héraðinu, enda margar húsmæður
komnar úr barneign. Ekki er annai« getið en allir barnsburðir hafi
gengið vel og áfallalaust.
Hestegrar. Barnsfæðingar urðu engar innan héraðs.
Árnes. Fæðingar gengu yfirleitt vel. Læknir viðstaddur 1 fæðingu.
Var ég sóttur að Gjögri til 18 ára frumbyrju með sóttleysi. Var hún
búin að vera í fæðingu um 2 sólarhringa. Fæddi hún eftir 2 pitúitrin-
sprautur um klukkutíma eftir komu læknis.
Hólmavíkur. Læknir var sóttur til 23 fæðandi kvenna af 35, lang-
oftast til að deyfa, og einnar að auki, en kom of seint. 3 frum-
byrjur höfðu haft allsvæsna albuminuria og blóðþrýstingshækkun
og legið rúmfastar síðasta mánuðinn á diæt. 2 þeirra fæddu á réttum
tíma andvana rotin fóstur. Önnur þeirra fékk blæðingu nokkru fyrir
fæðinguna og hafði engar fósturhreyfingar fundið i 2 vikur. Hin var
með dautt fóstur 3 vikum fyrir fæðinguna, svo að vitað var. Hin 3.
fæddi lifandi tvíbura og heilsaðist vel. 2 konur aðrar fæddu andvana
börn, 11-para fullburða andvana fóstur, án þess að neitt væri að, svo
að vitað væri. Hin, IV-para, fæddi 2 mánuðum fyrir tíinann andvana
rotið fóstur, 35 cm langt. Allmikil blæðing var bæði undan og eftir
þeirri fæðingu. Enn fæddi 24 ára Ill-para 2. andvana barn sitt í fótar-
fæðingu. Mun hafa dáið í fæðingunni, sein að sögn gekk annars vel,
en læknir náði ekki í tæka tíð til að vera viðstaddur. 30 ára frum-
byrja fæddi hálfdautt fullburða sveinbarn eðlilegri fæðingu. Tókst
loks að lífga það eftir 12—15 mínútur. Hálftíma seinna varð það
cyanotiskt og að því komið að kafna. Endurtók það sig hvað eftir
annað næstu 2 sólarhringa, og vék læknir naumast frá barninu þann
tima. Með stimulantia og artificiel öndun tókst að fleyta þvi í gegn,
en fékk hyperpyrexia á 3. sólarhring, sem batnaði við saltvatnsinn-
dælingar + pensilin. Barnið náði sér að fullu og virðist fullkomlega
eðlilegt. Aðrar fæðingar gengu tíðindalaust, nema nokkur blæðing
varð hjá 38 ára fjölbyrju, og var læknis leitað af þeirri ástæðu. Ljós-
mæður geta ekki fósturláta, en tvö er mér kunnugt um, bæði hjá