Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 114
112
fjölbyrjum, sem batnaði án aðgerða. Getnaðarvarnir fara í vöxt, eink-
um ineðal yngri lijóna, og læknisráða nokkuð leitað af því tilefni.
Hvammstanga. 30 ára gömul gift kona á Hvammstanga með gra-
viditas extrauterina. Áður sama áfall, þá hinurn megin; er nú ófrjó
eftir. 6 konur ólu börn sín á sjúkraskýlinu. Læknis annars aðallega
vitjað til öryggis, til að hvíla (nota í því skyni eingöngu pethidín og
þykir það gefast vel), herða sótt (þrisvar sinnum) og deyfa. Ljós-
inæður geta ekki um íosturlát, en min var vitjað til þriggja kvenna
af þeim sökum. (Ekki var þar um neitt athugavert — glæpsamlegt —
að ræða).
Blönduós. Kunnugt um 8 fósturlát, en ljósmæður geta ekki nema
um 3. 4 sinnum abrasio. Ekki ástæða til að ætla i neitt skiptið, að
um abortus provocatus hal'i verið að ræða. í 2 skipti bar að sitjanda,
önnur 2 framhöfuð. Tvennir tvíburar fæddust, og var önnur tvíbura-
móðirin þýzk, en gift hér. Síðara barn hennar dó 8 klukkustunda
gamalt, en ekkert barn fæddist andvana. 1 barn var tekið með töng-
um hér á sjúkrahúsinu. Móðirin, sem hefur óeðlilega efnaskiptingu
(hypothyreoidismus) var með mikið hydramnion og mjög lélega sótt,
en barnið bar að í framhöfuðstöðu. Þegar sýnilegt var, að fæðingunni
ætlaði ekki að miða sjálfkrafa, voru himnur sprengdar, lögð á há og
erfið töng og barnið tekið. Nokkur sprunga koin bæði í legháls og
holdbrú, en þær voru saumaðar saman þegar eftir fæðinguna. 1
kona fékk allmikla eftirblæðingu, sem þó tókst að stöðva með tróði.
Læknis var vitjað til sængurkvenna alls í 33 skipti, oftast til að deyfa
eða herða sótt. Á sjúkrahúsinu fæddu 13 konur, þar af 1 af Blöndu-
ósi, 2 úr Höfðakaupstað og 10 úr sveitunum. Lætur þá nærri, að 30%
sængurkvenna úr framsveitum héraðsins Ieggist inn á sjúkrahús til
að fæða, og yrðu fleiri, ef rúm leyfði. Hin mikla barnkoma brej'tir
engu urn það, sem í fyrri skýrslum segir um takmörkun barneigna.
Sauðárkróks. Læknar viðstaddir 61 fæðingu. Tilefnið oftast, að
óskað var deyfingar eða sainhliða því, að herða þurfti á sótt. 1 tvíbura-
fæðing, 2—3 vikum fyrir tímann. Hafði konan þjáðzt mjög af hypere-
mesis framan af meðgöngutímanum og allan límann verið mjög slöpp
og lasin. Fyrri tvíburinn fæddist andvana; voru síðan sprengdar
himnur og gefið pitúitrín, og fæddist síðari tvíburinn skömmu á eftir.
Var hann líflítill og varð aldrei vel hress. Gat hann aldrei tekið brjóstið,
en var mataður á brjóstamjólk. Lifði hann í 5 daga, fékk talsverðan
hita og að síðustu krampa. Konunni heilsaðist vel. í öðru tilfelli dó
barnið, sem var lifandi við fæðingu, eftir nokkra klukkutíma. Fæð-
ingin hafði annars verið eðlileg. Sama kona, sem átt hefur mörg
börn, hefur áður fætt andvana barn og misst föstur. 1 kona fæddi
mjög vanskapað barn andvana; vantaði alveg hægra fót, en þar sem
hann átti að koma, lágu öll innýfli niður, lifur einnig. Var fóstrið
byrjað að rotna. Konan fékk barnsfararsótt og var lengi að ná sér.
1 kona dó af barnsförum. Engin tangarfæðing á árinu. Ljósmóðirin
á Sauðárkróki hefur skráð 1 fósturlát. Var konan gengin með rúma
4 mánuði. Auk þeirra fósturláta, sem komu til aðgerða á sjúkrahús-
inu, hafði ég enn 1 fósturlát til meðferðar. Samtals 5 fósturlát. 1