Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 115
113
kona var ópereruð á sjúkrahúsinu vegna graviditas extrauterina.
Hún var út Hofsóshéraði.
Hofsós. Óvenju sjaldan sóttur til fæðandi kvenna. 1 kona ól and-
vana barn einum mánuði fyrir timann.
Ólafsfj. 2 fósturlát áttu sér stað, bæði ófullkomin. Annað skafið
út hér, en hitt á Siglufirði. 1 tilfelli af graviditas extrauterina sent til
Sigluf jarðar.
Dalvíkur. Kona fæddi andvana barn. Hafði dvalizt í Reykjavík um
meðgöngutímann. Var ekki viðstaddur fæðinguna.
Grenivikur. Fæðingar með fæsta móti. I eitt skipti tekið á móti
barni hjá ljósmóður, annað skiptið ljósmóðir forfölluð vegna barns-
burðar. Engra sérstakra aðgerða þurfti við. 3 konum gaf ég B-com-
plex subcutant; höfðu þær allar átt börn áður. 2 þeirra sögðu, að sér
hefði ekki g'engið betur fæðingar, enda stóðu þær stutt yfir og gengu
að öðru leyti vel. Hin 3. fann engan mun; gekk fæðingin þó sæmi-
lega. öllum konunum heilsaðist vel. Kona fékk litillegan hita í sæng-
urlegunni, sem þó varð ekki rakinn til fæðingarinnar. Engin fóstur-
lát mér vitanleg. Engin kona kom til mín, er vildi losna við fóstur,
né heldur viðvíkjandi takmörkun barneigna.
Breiðumýrar. Fæðingar gengu yfirleitt vel. Ljósmóðir getur um 1
fósturlát, en ekki var mín vitjað í því sambandi.
Húsavíkur. í Húsavíkurumdæmi fæddu 38 á sjúkrahúsinu. Ekki
getið um ástæður fyrir því, að 5 börn fengu ekki brjóst. 1 skurð-
stofubók sjúkrahússins getið um 3 fósturlát. Ljósmæður geta þeirra
ekki. 1 stúlka fæddist með klumbufót (pes equino-varus) á báðum
fótum. 1 barn, ófullburða, dó eftir nokkra klukkutima. Aðeins 10
börn voru undir 3500 gr., þar af 3 ófullburða og 1 tvíburi.
Kópaskers. Fæðingar gengu allar vel, og heilsaðist bæði konum og
börnum ágætlega. Ljósmæður geta ekki fósturláta, en mér var kunn-
ugt um 1 á árinu. Gekk það sjálfkrafa og eftirkastalaust.
Þórshafnar. Læknir oftast viðstaddur fæðingar í þorpinu. Æ fleiri
konur óska eftir klóróformdeyfingu.
Vopnaf). Allai^sjálfkrafa. 9 fengu pituitrín, suinar vegna sóttleysis,
en 2 vegna alvarlegrar eftirblæðingar. Konunum og börnunum heils-
aðist annars vel. 1 barnið, sem fæddist mánuði fyrir tímann, var
óburðugt, en hjarnaði við með eftirliti og g'óðri hjúkrun.
Seijðisfj. 25 konur (8 frumbyrjur og 17 fjölbyrjur) fæddu í Seyðis-
fjarðarljósmóðurumdæmi. Læknishjálpar þurfti 4 sinnum við. Að
vísu var ég við fleiri fæðingar, því að konur, sem fæða í sjúkrahúsinu,
fá stundum lítils háttar deyfingu, en 15 af þessum 25 ólu börn sín í
sjúkrahúsinu.
Nes. Fæðingar yfirleitt tíðindalitlar. Eitt sinn þurfti þó að sækja
fylgju. Tvisvar varð læknir að gera abrasio uteri vcgna langvarandi
og erfiðra hlæðinga eflir fósturlát. Báðum konunum heilsaðist vel á
eftir. Vegna vafa á sjúkdómsgreiningu í annað skiptið var leitað
histologiskrar rannsóknar, sem staðfesti sjúkdómsgreininguna.
Nokkrum sinnum (2—3 sinnum) var leilað ráða vegna óska hjóna
mn að eignast ekki fleiri börn að sinni.
15