Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 116
114
Búða. Tilefnið oftast ljósnióðurleysi, þvi að enn er hér ljósmóður-
laust. Gerður var í eitt skipti framdráttur vegna sitjandafæðingar hjá
18 ára primipara. Herða þurfti á sótt í 5 tilfellum. Sóttur í eitt skipti
í annað hérað. 1 kona kom hingað úr öðru héraði til að fæða.
Djúpavogs. í flestum tilfellum ekkert sérstakt að, nema þá seina-
gangur á fæðingunni. Einni konu i Breiðdal gekk mjög seint (illa
löguð grind), og hugði ég, að taka þyrfti barnið með töng, en til þess
kom þó ekki. Fékk ég lækninn á Fáskrúðsfirði mér til hjálpar, en
allt gekk betur en á horfðist um tíma. 3 fósturlát á árinu. Gerði leg-
hreinsun hjá einni konunni.
Kirkjubæjar. Konur fara flestar á fætur á fyrsta degi eftir barns-
burð og gefst vel. Dálítil toxaemia við 2 fæðingar, annars allar eðli-
legar. 1 fósturlát á 4. mánuði, cervix dilateraður a. m. Hegar og legið
skafið. Það dugði, því að þetta reyndist vera mola hydatidosa. Sumum
konum finnst ekki taka því að tala um það við ljósmóður eða lækni,
þó að þær láti nokkurra vikna gömlu fóstari, enda munu þær eklti
ávallt vera vissar um, að um fósturlát sé að ræða. Enginn abortus
provocatus.
Víkur. Vitjað til tveggja sængurkvenna á árinu. Hjá annarri var
þverlega, og var gerð vending og framdráttur í svæfingu. Gekk heldur
stirðlega. Barnið var líflítið, en virtist hjarna vel við og grét hressi-
lega. Dó skyndilega 3 klukkustundurn síðar. Trauma in partu. Hin
konan, primipara, fékk eclampsia skömmu eftir að sótt byrjaði.
Albumen hafði ekki verið í þvagi nokkrum dögum áður. Konan féklt
morfínsprautur, kloral í klysma og' inhalatio chloroformi. Varð samt
ekki ráðið við krampana, sótt dróst mjög á langinn og barnið því
tekið með töng, þegar fært þótti, og gekk ágætlega. Heilsaðist báð-
um vel.
Vestmannaeyja. 18 ára kona, frumbyrja, með placenta praevia.
Gerð var sectio Caesarea. Heilsaðist vel á eftir. 29 ára kona, frum-
byrja, framhöfuðstaða og grindarþrengsli. Sectio Caesarea. Fékk sótt-
hita í nokkra daga. Batnaði fljótt og fór heim eftir 3 vikur. 2 tangar-
fæðingar á frumbyrjum vegna sóttleysis. Þeim og börnunum heils-
aðist vel á eftir. 33 ára kona, fjölbyrja, með placenta praevia. Gerð
á henni sectio Caesarea. Heilsaðist vel á eftir.
Stórólfshvols. Oftast einungis um narcosis obstetrica að ræða. í
nokkrum tilfellum gefið pitúítrín til að herða sóttina. Aðeins við 3
fæðingar þurfti frekari aðgerða. 1) Frumbyrja, 24 ára, i Þykkvabæ.
Sitjandafæðing og var mjög langdregin. Aðstoðarlæknir minn var við
fæðingu á Galtalæk í Landsveit. Gekk illa að fá lækni til hjálpar. Kl. 4
að morgni hringt til mín í Reykjavík. Kom austur eftir rúma 2 tíma
og tók barnið, er var þá liðið. 2) Frumbyrja, 26 ára. Þröng grind.
Gefið pítúítrín, 4 sinnum, en dugði ekki. Var tekið með töng, báðum
heilsaðist vel. 3) 31 árs fjölbyrja. Föst fylgja, manúel losun á pla-
centa. Öllum konunum heilsaðist vel. Börnin lifðu öll, nema 1 kom
liðið. Annað kom vanskapað hjá fjölbyrju. Augnalokin á báðum aug-
um úthverf. Lítur út fyrir, að verði einnig andlega vanþroska.
Eyrarbakka. Vitjað venjulega til þess eins að deyfa konuna. Einu
sinni snúið fóstri. Sóttleysi.