Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 117
115
Selfoss. Mér er ekki kunnugt um, að nokkrar fóstureyðingar hafi
verið framkvæmdar hér innan héraðs. En livað kvenfólk héðan kann
að fá gert utan héraðsins, hef ég eðlilega ekki vitneskju um. Það ber
mjög sjaldan við, að hjá mér sé leitað eftir leiðbeiningum um getn-
aðarvarnir. Líklegt þykir mér þó, að talsverð brögð séu að þess háttar
varnaraðgerðum.
Laugarás. Flestar fæðingar gengu greiðlega og allar án annarra
aðgerða en pitúitríninnspýtingar og smávegis deyfingar. Árlega leita
fáeinar konur á fæðingarstofnun Landsspítalans, að sjálfsögðu eink-
um, ef þær eru að einhverju leyti lasburða. Koma þvi ekki allar fæð-
ingar í héraðinu á skrár ljósmæðra.
Keflavíkur. Á árinu kom fyrir vafasamt fóstureyðingarmál á Kefla-
víkurflugvelli. Barnsfóstur fannst, sem við skoðun héraðslæknis og
íleiri lækna áleizt vera 1 sólarhrings gamalt. En við krufningu var
talið, að barnið hefði dáið í móðurkviði, enda geymzt í snjó um
óákveðinn tíma, eftir að flutt var úr gamla spítalanum í nýbyggt
sjúkrahús, er þá var tekið í notkun. Ekki sannaðist neitt saknæmt
i málinu.
V. Slysfarir.
Slysfaradauði og sjálfsmorð á síðasta áratug teljast, sem hér segir:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Slysadauði .. 195 117 127 124 87 94 100 81 59 92
Sjálfsmorð . . 8 13 12 7 12 18 10 11 16 17
Á þessu ári hafa dauðaslys orðið með meira móti, eftir því sem
verið hefur hin síðustu ár, og er sjórinn þar stórtækastur (31), en
dauðaslys af bifreiðum eru einnig óhugnanlega tíð (15).
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Á árinu létuzt 42 af slysförum. Þess ber þó að gæta, að af
26 mönnum, sem drukknuðu, voru 19 erlendir sjómenn, sem fórust
ineð enska olíuskipinu Clam. Sjálfsmorð frömdu 7 manns. Lögregl-
unni voru tilkynnt 133 bifreiðaslys, þar sem 151 maður slasaðist
ineira eða minna (65 karlar, 43 konur og 43 börn). Af þeim biðu 6
bana (2 karlar, 3 konur og 1 barn). í öðrum slysum biðu 10 manns
bana.
Hafnarfj. Maður beið bana af völduin bílslyss, er ölvaður maður
ók á bil hans. Vélbáturinn Jón Magnússon fórst i róðri 4. marz með
allri áhöfn, 6 inanns, þar af 5 frá Hafnarfirði. í júnimánuði drukkn-
aði aðstoðarmatsveinn, 19 ára gamall, af togaranum Júli frá Hafnar-
firði. Skeði það í höfn einni í Norður-Noregi, er togarinn var á leið
til veiða í Hvítahafi. Á aðfangadag jóla féll útbyrðis maður af togar-
anuin Bjarna riddara, er hann var á veiðum á Halamiðum. Maður-
inn náðist eftir 4—5 mínútur, en lífgunartilraunir reyndust árangurs-
lausar. Maður á togara varð á milli stýriskeðju og yfirbyggingar skips-