Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 118
116
ins með báða fætur, fékk fract. tibiarum. Piltur missti framan af 2
fingrum, er hann varð undir málmpressu. Ölvaður piltur sló í gegnum
rúðu með þeim afleiðingum, að flestallar flexorasinar á framhand-
legg skárust í sundur. Daglega koma fyrir smáskurðsár, öngulstungur,
corpora aliena oculi o. fl.
Akranes. Þess helzt að geta, sem er óvenjulegt, að 2 sjálfsmorð
voru framin hér á árinu með stuttu millibili, í maí og júlí. Báðir
karlmenn á bezta aldi'i. Annar berklasjúklingur, sem var í afturbata,
og mun ástæðan þar hafa vei'ið vonleysi og vonbrigði. I hinu tilfellinu
er sú ein skýring, að um skyndilegt geðbilunarkast hafi verið að i'æða,
sem þó var ekki vitað. En geðveiki var í xett hans. Vel stæður og vel
látinn dugnaðarmaður. Af öðrum slysum má nefna, að maður slas-
aðist á höfði, er vörur úr „stroffu“ féllu ofan á hann, er hann var
að vinna niðri í lest. Skaddaðist höfuðkúpan, en hann fékk bót eftir
aðgerð á sjúkrahúsi.
Kleppjárnsreykja. Corpora aliena 43, vulnera 38, distorsiones 25.
engin stórslys urðu á árinu. Fract. costae 2, 74 ára karlmaður og 62
ára kona; phalangis II digiti IV manus dextrae 1, 36 ára karlmaður.
Tvítugur piltur varð undir snjóhengju, sem lagði hann saman og
braut einn hi'yggjarliðinn. Drengur, 11 ára, stakk sér i hálftóma
sundlaug, og 1 árs stúlkubarn datt ofan af eldhúsborði, fengu bæði
heilahristing. Brunar: Kona, 54 ára, fékk sjóðandi vatn yfir báða
framhandleggi, 1 árs stúlkubarn losaði tappa úr hveravatnsleiðslu og
fékk sjóðandi bununa yfir handleggi og læri. Hún stóð sem stirðnuð
og oi'gaði, en kippti ekki að sér handleggjunum, og varð því bruninn
meiri og dýpri. 3 aðrir smábrunar af sjóðandi vatni. Contusiones 9.
Combustiones 5. Coinmotio cerebri 2. Lux. 2.
Borgarnes. Maður milli tvítugs og þrítugs fyrirfór sér með byssu-
skoti. Ekki var kunnugt um geðbilun í honurn fyrr. Annars engin
meira háttar slys.
Ólafsvíkur. Lykkja á dragnótatógi í lagningu festist um fót á
háseta, kippti honum útbyrðis og braut h. malleolus internus. Sendur
á Stykkishólmsspítala. Maður á Hellissandi var að hreinsa byssu sína,
en skot, er í henni var, hljóp úr henni í gegnum þil og lenti að nokkru
í fæti fósturföður mannsins. Var ég allt að 2 mánuði að smátína
höglin úr fæti hans. Þetta gerðist á jólanótt (kvaddur kl. 6 að kvöldi).
Stykkishólms. 2 dauðaslys urðu i héraðinu á árinu. 14 ára piltur
féll út af árabát hér í höfninni í Stykkishólmi og drukknaði. Líkið
fannst á floti í höfninni 4% xnánuði seinna. 85 ára gamall maður
varð fyrir bifreið í Miklaholtshreppi, hlaut fract. baseos cranii og
cruris sinistri auk ýmissa minni nxeiðsla. Var fluttur á sjúkrahús í
Stykkishólmi og andaðist daginn eftir. Önnur slys voru: Fract. clavi-
culae 2, radii bilateralis 1, radii sinisti'i 1, ulnae 1, olecrani et epi-
condyli medialis dextri 1, digiti I manus sinstrae 1, fibulae dextrae 1,
tibiae dextrae 1, cruris sinstri 2, malleoli lateralis sinstri cum sub-
luxatione 1, infractio tibiae dextrae 1, menisci medialis genu sinstri
1. Auk þess fjöldi smáslysa svo sem brunar, stungur, skurðir, mör
og hrufl, aðskotahlutir í augum og holdi, undnir liðir og tognanir.
Búðardals. Buptura oculi 1 (46 ára kona fékk stein undan hófi