Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 120
118
töng við beitingar), incisum digiti secundi (31 árs karlmaður frá
ísafirði skar sig í vísifingur við vinnu), incisum regionis cruris (7
ára drengur datt á götu og skar sig), incisum digiti secundi cum
transcisione tendinis musculi flexoris sublimi et profundi (19 ára
stúlka frá Stykkishólmi, nemi á húsmæðraskólanum hér, var að kljúfa
sundur harðan sykur, og skrapp hnífurinn í vinstra vísifingur hennar).
Dilaceratio phalangis tertii digiti tertii (8 ára drengur frá ísafirði,
varð fingur á inilli, þegar lokað var mjólkurbrúsa, og marðist fremsti
köggullinn af), digiti primi (30 ára enskur togarasjómaður lenti með
þumalfingur í togvir með þeim afleiðingum, að fingurinn rifnaði
af). Contusio manus cum vulnere (36 ára karlmaður frá ísafirði
vann við skurðgröft, er stór steinn féll á handarbak hans), cubiti
(5 ára drengur frá Reykjarfirði datt af hestbaki), antibrachii bila-
teralis (16 ára piltur frá ísafirði datt af rakstrarvél, þegar hestarnir
fældust, og lenti með handleggina undir öðru vélarhjólinu), arti-
culationis talo-cruralis (34 ára enskur togarasjómaður hrasaði á þil-
fari og skall með fótinn á toghlera), cubiti (32 ára togarasjómaður
frá Reyltjavík festist með hægra handlegg í togvír), thoracis et
fractura costarum et scapulae (22 ára karlmaður frá Bolungarvík
stóð á vörubifreiðarpalli, þegar bifreiðin valt út af veginum, sem var
mjög svellaður; hentist hann af bifreiðinni og lenti undir henni). Fract.
mandibulae (46 ára kona frá Isafirði hrasaði í bröttum stiga með
þvottafat í hendi, og lenti barmur fatsins á neðra kjálka), fibulae
(43 ára kona frá ísafirði datt og snerist um ökla), ulnae (46 ára
lcarlmaður frá Breiðadal í Önundarfirði datt af hestbaki og kom niður
á hægri hönd), costarum (66 ára sjómaður úr Færeyjum datt niður
um lestarop og kom niður á hægri síðu) , antibrachii (11 ára drengur
frá ísafirði var í sveit, og steig mannýg kýr ofan á hægra framhand-
legg hans), digiti secundi (39 ára skozkur togarasjómaður var við
vinnu á þilfari, þegar togvír slengdist á vinstri liönd hans), radii
(15 ára telpa frá ísafirði var markvörður í handknattleik, og lenti
boltinn á úlnlið hennar), cruris (38 ára þýzkur togarasjómaður lenti
undir bómu við vinnu á þilfari, og' brotnuðu báðar pípur fótleggjar-
ins), humeri (12 ára drengur frá Æðey datt af hestbaki og kom niður
á vinstri öxl), claviculae (3 ára drengur frá ísafirði datt á vinstri
öxl, þegar hann var að leika sér), ossis cuneiformis pedis (40 ára
bóndi frá Neðra-Bakka í Nauteyrarhreppi datt af hestbaki, og lenti
hesturinn ofan á fæti hans), claviculae (23 ára karlmaður frá Þing-
eyri í Dýrafirði viðbeinsbrotnaði við stökkæfingar i leikfimi). Hae-
marthros genu (16 ára stúlka frá ísafirði snerist í hnélið, þegar hún
var að æfa langstökk); 30 ára karlmaður frá Bræðraá i Skagafirði
var við fjárleit, er hann datt og snerist um vinstra hné). Lux. talo-
cruralis cum fract. fibulae (16 ára stúlka frá Reykjavík, sem var á
ferðalagi í Seyðisfirði, datt af hestbaki og kom niður á vinstra fót),
axillaris (74 ára karlinaður frá Isafirði datt á svelli og fór úr liði
á vinstra axlarlið). Connnotio cerebri (26 ára þýzkur togarasjómaður
varð fyrir meiðslum, þegar togvír slitnaði og slengdist í höfuð hans),
cum fract. baseos cranii (19 ára piltur frá Isafirði hentist af mótor-
hjóli, þegar stýrið bilaði, og skall á götuna), cum. vulnere capitis (60