Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 121
119
ára karlmaSur frá ísafirði vann við kolauppskipun, er stór kolamoli
datt úr kolamálinu og lenti í höfuð hans), et luxatio mandibulae et
contusio regionis buccalis cum vulnere et contusione cubiti (4 ára
drengur frá Isafirði renndi sér á sleða úr hliðargötu niður yfir aðal-
götu, þegar bifreið bar að, og lenti sleðinn undir öðru framhjóli bíls-
ins, en drengurinn kastaðist af sleðanum).
Árnes. Engin meiri háttar slys. 5 ára drengur tók slöngu, sem lá í
benzínfat, og setti á munn sér og saug eins og hann hafði séð full-
orðna gera. Svelgdist svo á öllu saman og gat rétt skreiðzt heim.
Kastaði þar upp einhverju af benzíni, en var daufur og andstuttur.
Var hann fluttur samstundis á sjúkrahúsið á Hólmavik og kom þangað
um 6 tímum eftir slysið. Var þá með fullu ráði, en háfebril, cyano-
tiskur og mjög andstuttur. Síðar einkenni um útbreidda aspirations-
pneumonia hægra megin. Batnaði vel af pensilíni og stimulantia.
Hólmavíkur. Sá hörmulegi atburður gerðist i suðvestan ofviðri í
byrjun desember, að trillubátur, mannaður 3 ungum bændum úr
Kirkjubólshreppi, náði ekki landi úr fiskiróðri, og hefur ekki síðan
til hans spurzt. Allir voru mennirnir ókvæntir milli 30—40 ára, 2
þeirra bræður. Önnur slys flest smá. Fract. femoris 1 (6 ára telpa
datt í heyhlöðu og braut lærlegginn; var send á Landsspítalann og
þar gerð repositio með skurðaðgerð og greri fljótt og vel), antibrachii
2(11 ára telpa datt í leik í barnaskólanum; 6 ára drengur datt í skurð:
greenstick-brot), radii 1 (10 ára drengur datt á hálku), radii Collesi 1
(13 ára drengur var að setja dráttarvél í gang), malleolaris 1 (28 ára
bóndi hrasaði, er hestur fældist), claviculae 2 (7 ára drengur datt í
leik, og 15 ára stúlka datt í tröppum). Contusio cum fract. phalangis
I pollicis manus (fertugur maður festi fingurinn i uppskipunarkrók
og var dreginn á loft). Auk þess smáslys: Ambustiones 10, vulnera
diversa 50, contusiones 18, distorsiones 11, corpora aliena oculi 11,
digiti 1, tracheae 1, oesophagi 1.
Hvammslanga. 2 ökuslys: 1) 16. janúar var 44 ára gamall bóndi
úr Miðfirði á leið í kaupstað, akandi á Farmal-dráttarvél. Hann ók
út af veginum skammt frá brúnni á Miðfjarðará og hvolfdi vélinni.
Með honum var vinnumaður hans, 15 ára. Báðir urðu þeir fyrir tals-
verðum meiðslum, fengu heilahristing, einnig mar og skrámur á
höfði og víðar. Drengurinn handleggsbrotnaði á hægra handlegg,
bæði á upphandlegg og við úlnlið (Collesbrot). Upphandleggsbrotið
varð að lagfæra með skurðaðgerð. Það var gert á Landakotsspítala.
2) 19. september ók jeppi frá Blönduósi, sem var á leið til Borgarness,
út af veginum á beygju móts við Reyki í Miðfirði. Hvolfdi ekki. 2 far-
þegar voru í bílnum, auk ökumanns, og meiddust báðir. Annar þeirra,
kona, sem sat í framsæti, kastaðist með höfuðið á karminn um fram-
rúðu og fékk ca. 8 cm langan skurð hægra megin á enni, við hárs-
rætur, og einnig heilahristing. Hinn, karlmaður, sem sat í aftursæti,
rak höfuðið upp í bita í þaki bílsins, svo að höfuðleðrið sviptist sundur
á brún bitans, framan við háhvirfil, og flettist af aftur á hnakka.
ökumann sakaði ekki. Sjúklingarnir fóru heim i næsta hús, Árnes,
og þar var gert að sárum þeirra. Öku siðan til Blönduóss. Fram-
handleggsbrot 3, siðubrot 5, miðhandarbeinabrot 2, öklabrot 1. Lið-