Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 123
121
námunda við Húsavík, er skot hljóp úr byssu hans og lenti í regio
giutea. Hann var fluttur á sjúkrahús Akureyrar og gert þar að sárum
hans; batnaði fljótt og vel. Hinn maðurinn var á sjó, er skot hljóp úr
byssu, er í bátnum var, og lenti í framhandlegg hans og braut sundur
báðar beinpípurnar. Erfitt reyndist að fá brotið til að gróa, og hefur
maðurinn mikil örkuml af þessu enn þá. 59 ára karlmaður var að
vinna í stiga við húsagerð, datt úr stiganum og hryggbrotnaði. Batn-
aði sæmilega fljótt. 50 og 53 ára bændur úr Vopnafirði slösuðust, er
dráttarvél, sem þeir voru með, fór út af háum og bröttum vegi vegna
hálku. Annar hlaut fract. pelvis et columnae og ruptura urethrae og
hinn fract. scapulae et costarum. Báðir voru mennirnir mjög þungt
haldnir, er þeir komu á sjúkrahús Akureyrar, og tvísýnt þótti um
líf þeirra fyrst í stað, en báðir fengu þó að lokum sæmilegan bata.
Fract. clavicularis 2, columnae 2, olecrani 1, radii 6, ossis navicularis
1, colli femoxis 3, tibiae 3, cruris 6, metatarsi 3, costae 8, humeri 5,
antibrachii 4, metacarpi 2, digitorum complicata 1, femoris 1, fibulae
9, malleolaris 3. Vulnera contusa 5, dilacerata 1, incisa 19, sclope-
taria 2. Ambustio 7. Ruptura tendinis m. tricipitis 1, menisci genus 1.
Corpora aliena 15.
Grenivíkur. Nokkur slys, en flest þeirra smávægileg. Miðaldra
maður, er ætlaði niður í tóma súrheysgryfju, missti fótanna og stakkst
niður í hana. Fór hann úr axlarliðnum. Maður varð fyrir jeppabif-
reið. Marðist hann og hruflaðist um ökla. Sjómaður, er var að stöklcva
af bryggju í trillubát, missti fóta og skall á síðuna á þóftu. Brákuðust
3 rif, og marðist maðurinn illa á síðu. Lá rúmfastur ca. 3 vikur og
var lengi að ná sér. Stúlka var á grasafjalli, féll af hestbaki og fékk
fract. radii. 6V2 mánaðar bax'n brenndist á 2 fingrum. Vildi það þannig
til, að við trérúm þess, er stóð við glugga, var borð með dúk á. Á því
stóð logandi lcerti. Enginn var inni lijá barninu, en það hefur getað
teygt sig í dúkinn og dregið hann til, svo að kertið datt niður í rximið
og hallaðist upp að gafli þess, án þess að á þvi slokknaði. Þegar að
var komið, var kominn reykur í herbergið og gaflinn byrjaður að
sviðna. Hefur því litlu munað, að stærra slys hefði getað orðið úr
þessu. Roskinn maður varð úti í aftalcaveðri 30. nóvember. Var hann
á heimleið, er veðrið skall á. Kom hann við á Grenivík, en var ófáan-
legur til að hafa þar nokkra viðdvöl, vildi aðeins komast heim. Þegar
hann kom ekki þangað, er búizt var við honum, var farið að leita
hans frá næstu hæjum og frá Grenivílc. Fannst hann samdægurs
örendur. Hafði hann verið á réttri leið og kominn langleiðina heim.
Síðast liðið sumar hafði hann fundið til ónota fyrir hjarta, og kulda
var hann farinn að þola illa. Auk framan talins komu fyrir: skurðir
9, tognanir 15, mör 5, tognanir og mör 3, smábrunar 10, sár 15,
stungur 4, korn í auga 4, fract. ulnae 1.
Breiðumýrar. 14 daga gamalt barn dó af afleiðingum kolsýrings-
eitrunar. Mörg smáslys voru á árinu, en engin svo, að varanleg ör-
kuml hlytust af.
Kópaskers. Fátt um alvarleg slys. Þessi helzt: Maður drakk tré-
spíritus og beið bana af. Gamall maður datt í stiga og fékk commotio
cerebri. Hrútur stangaði bónda og braut í honum tvö rif. 18 ára piltur
16