Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 125
123
ekki. Var þá farið á djúpbólið undan Vindfelli, og varð það úr, að
Magnús fór einn i róðrarbátinn og' hóf dráttinn á þeim enda, en vél-
báturinn fór að leita að hinu endabólinu. Var nú komið undir myrkur.
Vélbáturinn fann nú áðurnefnt endaból og hóf dráttinn. En er hann
hafði dregið um stund og komið var myrkur, kom upp hjá honum
endi, þar sem línan var slitin. Hélt hann nú af stað til að leita róðrar-
bátsins með Magnúsi, en fann hann nú hvergi, enda komið myrkur,
eins og áður er getið. Leitaði báturinn langt fram á kvöld og síðar
um kvöldið og nóttina vélbátar úr landi. Næstu daga var svo leitað
á sjó og landi og úr lofti af flugvélum, en allt kom fyrir elcki. Bátur-
inn fannst hvergi. Síðar fannst svo róðrarbáturinn rekinn á Héraðs-
sandi, en lík mannsins er enn þá ófundið, þegar þetta er ritað Bruni
af eitursóda 1, derangement interne 1.
Seyðisff. Það hörmulega slys vildi til hér yzt í kaupstaðnum, kl. 8
að morgni hins 19. ágúst, að stór aurskriða féll á tvílyft steinhús
(Strandarvegi 26) með þeim afleiðingum, að húsið hrundi til grunna,
og grófust 6 manns á neðri hæðinni í rústirnar; 5 létust — móðir með
4 börn % árs — 18 ára. 15 ára dóttur var bjargað með því að grafa
hana upp eftir ca. 2 ldst. Heyrðust alltaf hljóðin i telpunni niðri í
hraundyngjunni. Ótrúlega lítið var liún meidd. Þó hafði hún fengið
fract. colli humeri og smáskrámur hér og hvar. Hún mundi allt, frá
þvi að skriðan féll á húsið og kastaði henni frá hinu fólkinu inn um
dyr í annað herbergi, og þar til hún var grafin upp. Likin voru grafin
upp nokkru á eftir; voru þau öll meira og minna lemstruð. A efri
hæð hússins bjuggu hjón með 1 árs barn og 17 ára son. Konan flúði
húsið með barnið í fanginu, rétt áður en skriðan féll. Feðgarnir urðu
eftir og lentu í skriðunni. Pilturinn slapp alveg ómeiddur, en faðir-
inn marðist talsvert á bol. Upphandleggsbrot og 3 fótbrot, allt erlendir
sjómenn. Einnig komu 3 útlendingar í sjúkrahúsið með opin brot á
fingrum og stór sár á höndum. 13 ára stúlka datt af reiðhjóli og braut
hægra viðbein. 62 ára karlmaður var sleginn niður á götu bæjarins
af unglingspilti drukknum og fékk eommotio cerebri. Eftir ca. einn
mánuð fékk sami maður apoplektiskt tilfelli.
Nes. Með minna móti. Drengur sprengdi benzintunnu, er hann bar
logandi eldspitu að. Slapp með commotio cerebri og skurfur. Bein-
brot, mér kunn: humeri 1, digiti 2, costarum 5, tibiae 1, radii (in-
fractio) 1. Smábrunasár 10. Skurðsár, svo að sauma þurfti, 12 (mest á
börnum, er sleðaferðir byrjuðu). Liðhlaup: humeri 1. Smáskurfur
ýmsar ótaldar. Hér undir mætti ef til vill telja, að maður einn drakk
áfengi (eða hélt það) með þeim afleiðingum, að hann var nærri
dauður vegna öndunarlömunar, en aldrei upplýstist frekar, hvað
maðurinn hafði drukkið. Aðrir drukku af þessu, en ekki eins inikið,
og varð ekki sérstaklega meint af. Með lífgunartilraunum og örv-
andi innspýtingum náði maðurinn sér fljótt og gat farið til vinnu
sinnar daginn eftir. Biðtími áhrifanna virðist hafa verið um 3 klukku-
stundir, en maðurinn var að öðru leyti með venjulega alkóhóleitrun
undir eins. Aðskotahlutir í augum tíðir, sömuleiðis nokkrum sinnum
í nefi á börnum. Má til tíðinda teljast, að fatatala náðist úr nefi 5