Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 126
124
ára barns, en þar hafði talan verið í 15 mánuði. Tundurduflaeyðari,
sem býr hér á staðnum, gaf mér sterkan segul úr tundurdufli, og'
hefur hann komið að góðu gagni við að ná út nálflísum.
Búða. Mikill fjöldi smáslysa: Krókstungur, mör og minna háttar
skurðsár. Fract. antibrachii sinistri 1, lux. humeri dextri 1.
Djúpavogs. Ekkert stórslys kom fyrir á árinu. Algeng eru smá-
meiðsli, svo sem skurðir, stungur á önglum og þess háttar, svo og
corpora aliena í augum og ígerðir alls konar. Fract. radio-ulnaris 1,
fibulae 2, claviculae 3, ossis zygomatici 1, lux. humero-scapularis 3.
Kirkjubæjar. Fract. pertrochanterica: 95 ára gömul kona datt á
svelli og brotnaði; lá í „strekk“ á 5. viku. Komst á ról aftur og er hin
hressasta. Fract. antibrachii 1. Vulnus contusum 2, incisivum 1,
sclopetarium 1. Fjárskot hljóp í 12 ára telpu og rispaði dálítið tána
á henni. Commotio cerebri: 2 ára barn datt á höfuðið og fékk lítils
háttar uppköst, en jafnaði sig fljótt. Hundsbit 1.
Víkur. Lux. humeri 2, fract. claviculae 1, costarum 3.
Vestmannaegja. Átakanlegt sjóslys varð hér hinn 7. janúar, þegar
vélbáturinn Helgi fórst við Faxasker og með honum 10 menn, 7 skip-
verjar og 3 farþegar. Ofsaveður var á austan. Rak skipið upp í skerið,
og lcomust 2 menn þar upp; munu þeir báðir hafa farizt þar úr kulda
og vosbúð, skömmu eftir að þeir komust upp í það, því að slíkt ofsa-
veður var, að vart er hugsanlegt, að þeir hafi getað haldið lífi þar
nema skamma stund. Eitt ofsafengnasta stórviðri, sem menn muna,
geisaði um kvöldið og nóttina og daginn eftir. Úti voru í fárviðri
þessu nokkrir vélbátar, m.b. Gotta, m.s. Herðubreið, m.b. Nanna, sem
farið höfðu til björgunarstarfsins, en gátu ekkert aðhafzt. Langmesti
stórbruni, sem orðið hefur í Vestmannaeyjum, varð þessa sömu nótt,
þegar brann ofan af Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, ásamt nærliggj-
andi geymsluhúsum. Hinn 9. janúar tókst loks að ná í lík þeirra
tveggja skipverja, er í skerið komust. 2 dauðaslys urðu í héraðinu
af völdum bifreiða: Kona 55 ára og telpa 7 ára. önnur helztu slys,
auk allra minna háttar meiðsla, voru sem hér greinir: 23 ára karl-
maður hrasaði á þilfari: Distorsio articulationis talo-cruralis dextrae.
10 ára drengur féll úr efri hæð húss: Commotio cerebri, contusiones
faciei. 35 ára karlmaður skall á borðstokk: Contusio thoracis sin.
21 árs karlmaður féll á stein, drukkinn í stimpingum: Fract. fibulae
dextrae. 22 ára karlmaður (bílstjóri) var að láta loft í hring, er allt
sprakk og felgan lenti á höfðinu: Fract. cranii, commotio cerebri,
vulnera capitis, crurum et antibrachiorum. 18 ára stúlka féll í kjallara-
tröppum: Distorsio articulationis sacroiliacae sinistrae. 42 ára útlendur
karlmaður féll á þilfari í stórsjó: Fract. cruris dextrae. 45 ára karl-
maður féll á steinsteypt plan af bílpalli: Fract. femoris sinistri. 36
ára karlmaður féll á þilfar við veiðar: Fract. fibulae sinistrae. 43 ára
útlendur karlmaður féll ofan í lest: Lux. humeri dextri. 25 ára
karlmaður féll á bakinu niður allháan stiga við fiskverkun: Contusio
regionis lumbalis, infractio processus spinosi vertebrae lumbalis. 47
ára útlendur karlmaður féll niður stiga á skipi: Contusio dorsi. 29
ára útlendur karlmaður festist með handlegg í vír eða keðju, er verið