Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 128
126
einna mest slysahætta af vélhrífum. Gamall maður datt af hestbaki
og lærbrotnaði. Sjálfsagt urðu nokkur fleiri beinbrol og önnur smærri
slys, sem ég man ekki upp að telja.
Iíeflavíkur. Smáslys tíð, eins og að líkum lætur. Röntgenskoðun á
aðgerðum beinbrotum hefur nokkrum sinnum verið framkvæmd á
sjúkrahúsi Keflavíkurflugvallar fyrir velvild og greiðasemi lækna
þar, ávallt endurgjaldslaust og til hægðarauka fyrir sjúklinga og
lækni. 2 lærbeinsbrot á gömlum konum í Grindavík og Höfnum, sem
báðar duttu á leið heim til sín. Voru sendar til aðgerðar á Lands-
spítalann í Reykjavík, og tókst vel. Af öðrum slysförum má nefna
óljóst slj's, er varð á Keflavíkurflugvelli, er 2 lslendingar, er þar
unnu, óku í bifreið, og er að var komið, hafði sjáanlega verið ekið
yfir mann, svo að brjóstkassinn var sundur kraminn og höfuðkúpan
brotin (krufning). Varð ekki upplýst, hver sök átti á slysinu. Maður
á Keflavíkurflugvelli, Ameríkumaður, varð fyrir rafmagnslosti úr há-
spennulínu við vinnu og lézt samstundis. Bílstjóri í þjónustu Kefla-
víkurbæjar varð undir bílkassa, er hann ætlaði að lagfæra tregðu á
sturtuútbúnaði bílsins; kramdist brjóstkassinn nærri sundur, og
beið hann bana samstundis. Það slys varð á Keflavíkurbryggju, að
bóma slitnaði á mótorbát, og féll full síldartunna á tvo menn. Annar
féll í rot og fékk heilahristing og áAærka á mjöðm og herðablað, en
hinn blæðingu í hnélið og lesting á viðbeini. Bílstjóri í Keflavík, sem
ók lækni í læknisferð, hafði orð á því, hve sjaldan yrðu bílslys i
Keflavík. Þann sama dag varð honum það á að aka yfir tveggja ára
barn, er hann ók bíl sfnum aftur á bak með hlassi. Barnið lézt á
Landsspítalanum samdægurs, hafði höfuðkúpubrotnað.
í þessum 38 héruðum, þar sem um slys er getið, eru þannig talin
beinbrot og liðhlaup, sem hér segir:
Beinbrot:
Fract. cranii v. baseos cranii....................... 9
— nasi ......................................... 2
— ossis zygomatici ............................. 1
— mandibulae .................................... 2
— columnae .................................. . 6
-— processus spinosi vertebrae ................... 1
— thoracis ..................................... 2
— costae (-arum) .............................. 50
— claviculae .................................. 23
— scapulae ................................... 3
— brachii ...................................... 1
— humeri ...................................... 15
— capitis v. tuberculi majoris v. condyli v. epi-
condyli hurneri .............................. 4
— antibrachii .................................. 19
— radii ...................................... 28
— ulnae ........................................ 6
— olecrani ...................................... 2
— processus styloidei ulnae ................... 1