Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 130
128
Hafnarfj. Geðveikir hinir sömu og árið 1949. 2 af þeim fóru á
Ivlepp á árinu, eru þar í árslok.
Ólafsvíkur. Geðveikir 2, þar af annar á sjúkrahúsi (Stykkishólms-),
en hinn á heimili sínu, talinn ekki þurfa sjúkrahúsvistar að sinni og
ekki hættulegur, hefur þó sprengt 1 kálf með þvi að ríða honum í
3 tíma samfleytt um götur í plássinu.
Stykkishúlms. 20 geðveikar konur vistaðar á spítalanum í Stykkis-
hólmi, fleslar á vegum Klepps, og 1 karlmaður úr Ólafsvíkurhéraði.
Ung kona úr Grafarnesi varð brjáluð eftir barnsburð (psychosis
puerperalis), var um tíma hér á sjúkrahúsinu, en síðan send á Klepp
og mun vera á batavegi.
Búðardals. 1 sjúklingur, ungur piltur, með mania. Batnaði eftir um
3 mánuði. Fékk loks vist á Kleppi, er kastið var því nær af honum
runnið.
Bildudals. Geðveikur sjúklingur, sem dvalizt hefur hér á Bíldudal
hjá skyldfólki, dó í október.
Bolungarvíkur. Roskinn maður brjálaðist, og var hann fluttur á
Kleppsspítala.
ísafj. 11 geðveikir dveljast nú í „skúrunum“, þ. e. geðveikrahæli
bæjarins, við þolanlega aðbúð eftir atvikum. Illa finnst mér fara á
því að hafa hóp hávaðasamra vitfirringa í nábýli farlama gamal-
menna, en bót verður víst ekki á ráðin bráðlega, úr því að þessi háttur
var upp tekinn, enda skárra að hafa þessa aumingja þarna en á
heimilum aðstandenda.
Ögur. í héraðinu eru 2 geðveikissjúklingar.
Árnes. Öðrum geðveika manninum, sem um var getið í ársskýrslu
1948, var nú loks komið á Klepp og þar með þeirn vandræðum létt af
héraðsbúum, sem gæzla hans var í æðisköstunum.
Hólmavíkur. Enginn geðveikur talinn í héraðinu. Kona á fertugs-
aldri fékk aðkenningu af psychosis maniodepressiva, leitaði sér lækn-
inga til Reykjavíkur og kom heim nokkru betri eftir rafmagnshock.
Hvammstanga. 1 erfiður geðveikissjúklingur í Fremra-Torfustaða-
hreppi. Hans áður getið. A skrá bættist 1 sjúklingur, sem ég hafði ekki
áður fengið að vita um.
Blönduós. Dementia senilis er hið mesta heimilisböl, eins og önnur
vitleysa, ef ekki er hægt að koma sjúklingunum á sjúkrahús eða elli-
heimili. Ég mun áður hafa getið tveggja karla, sem voru svo eliiærir
og erfiðir viðfangs, að til hinna mestu vandræða horfði, en ég sá mér
ekki fært að taka á sjúkrahúsið vegna skorts á húsrými og hjúkr-
unarliði. 1949 gerði ég þá undantekningu að taka á sjúkrahúsið einn
slíkan karl í von um jiað, að hann dæi fljótlega, því að hann var ekki
aðeins elliær, heldur og karlægur og kominn að níræðu, en systir
hans, hálffarlama, ein lil umhirðu um hann. Karlinn lifir enn án
sýnilegra dauðamarka og er Iangerfiðasti sjúklingurinn á sjúkra-
húsinu. Áttræð kona uppi i sveit varð elliær, svo að hún þarf ná-
kvæmrar aðgæzlu, en engin tök eru á því að losa heimilið við hana.
Enginn brjálaðist á árinu, en betur cr nú talið fram en áður.
Sauðárkróks. Engir þetta ár.
Hofsós. 2 nýir sjúklingar skráðir á árinu.