Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 133
131
Djúpavogs. Sami deyfilyfjaneytandi og áður, kona. Notar guttae
rosae, ca. 1000 gr. yfir árið og svipað af tinctura opii.
Vestmannaegja. Deyfilyfjaneytendur eru hinir sömu og verið hafa,
en karlmaður, er fluttist hingað í vor, bættist í hópinn.
VII. Ymis heilbrigðismál.
1. Heilbrigðislöggjöf 1950.
Á árinu voru sett þessi lög, er til heilbrigðislöggjafar geta talizt
(þar með taldar auglýsingar birtar í A-deild Stjórnartíðinda):
1. Auglýsing nr. 28 22. marz, um staðfesting forseta á breytingu á
reglugerð nr. 47/1942 fyrir Háskóla íslands (um heilbrigðiseftirlit
með stúdentum).
2. Lög nr. 36 27. apríl, um ónæmisaðgerðir.
3. Lög nr. 42 8. maí, um dánarvottorð og dánarskýrslur.
4. Auglýsing nr. 72 14. júlí, uin löggilding nýrrar lyfjaskrár.
5. Lög nr. 122 28. desember, um breyting á lögum nr. 50 1946, um
almannatryggingar og viðauka við þau.
Forseti staðfesti skipulagsskrár fyrir eftirtalda sjóði til heilbrigðis-
nota:
1. Skipulagsskrá nr. 9 21. janúar, fyrir Krabbameinsvarnarsjóð
ísfirðinga.
2. Skipulagsskrá nr. 14 25. janúar, fyrir Minningarsjóð Kristínar
Hallgrímsdóttur og annarra látinna fólagskvenna kvenfélagsins
Dagsbrúnar.
3. Skipulagsskrá nr. 16 28. janúar, fyrir Bókasafnssjóð sjúkrahúss-
ins á Patreksfirði.
4. Skipulagsskrá nr. 21 8. febrúar, fyrir Styrktarsjóð Guðriinar
Daníelsdóttur.
5. Skipulagsskrá nr. 56 11. marz, fyrir Líknar- og menningarsjóð
Ljósmæðrafélags Reykjavíkur.
6. Skipulagsskrá nr. 63 24. marz, fyrir Verðlaunasjóð Maríus Nielsen.
7. Skipulagsskrá nr. 150 25. ágúst, fyrir Minningarsjóð Jórunnar
Guðmundsdóttur, Ijósmóður frá Rafnkelsstöðum.
8. Skipulagsskrá nr. 222 27. október, fyrir Minningarsjóð Sigur-
fljóðar Einarsdóttur Ijósmóður og Helga Helgasonar.
9. Skipulagsskrá nr. 252 15. nóvember, fyrir Minningarsjóð Hildar
Þórðardóttur hjúkrunarnema.
10. Skipulagsskrá nr. 274 28. desember, fyrir Iionungs- og drottn-
ingarsjóð Landsspítala íslands.1)
Til læknaskipunar og heilbrigðismála var eytt á árinu kr.
16937689,77 (áætlað hafði verið kr. 15841162,00) og til félagsmála kr.
1) Við eignakönnunina fannst sjóður þessi gleyradur i Landsbankanum. Var
honum þá sett skipulagsskrá þessi, en yfir það sást, að til var skipulagsskrá fyrir
sjóðinn, birt i A-deild Stjórnartíðinda, nr. 86 30. des. 1921.