Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 135
133
2. Heilbrigðisstarfsmenn.
Tafla I.
Læknar, sem lækningaleyfi hafa á íslandi, eru í árslok taldir 201,
þar af 1811), sem hafa fast aðsetur hér á landi og tafla I tekur til. Eru
þá samkvæmt því 797 íbúar um hvern þann lækni. Búsettir erlendis
eru 16, en við ýmis bráðabirg'ðastörf hér og erlendis 7. Auk lækn-
anna eru 29 læknakandídatar, sem eiga ófengið lækningaleyfi. Is-
lenzkir læknar, sem búsettir eru erlendis og ekki hafa lækningaleyfi
hér á landi, eru 7.
Tannlæknar, sem reka tannlæknastofur, teljast 27, auk tveggja
lækna, sem jafnframt eru tannlæknar, en tannlæknar, sem tann-
lækningaleyfi hafa hér á landi (læknarnir elcki meðtaldir), samtals
32, þar af 4 búsettir erlendis og 1 við framhaldsnám erlendis. Islenzkir
tannlæknakandidatar, sem eiga ófengið tannlækningaleyfi, eru 2,
báðir búsettir erlendis og munu ekki hafa hug á að leita hér tann-
lækningaleyfis.
Lækningaleyfi veitt á árinu:
1. Almenn lækningaleyfi.
Bjarni Rafnar (11. apríl).
Hjalti Þórarinsson (13. apríl).
Jón Gunnlaugsson (9. júní).
Stefán P. Björnsson (1. nóvember).
Kjartan Árnason (6. desember).
Snorri P. Snorrason (7. desember).
Jónas Bjarnason (18. desember).
2. Sérfræðingaleyfi.
Engin veitt á árinu.
3. Takmörkuð lækningaleyfi.
Tannlækningar:
Jóhann Finnsson (30. janúar).
Ewald Behrens, leyfið bundið við Siglufjörð (16. febrúar).
Erich Ploch, leyfið bundið við Seyðisfjörð (24. júlí).
Garðar Ólafsson (4. september).
Á læknaskipun landsins urðu eftirfarandi breytingar:
Björgúlfur Ólafsson, læknir í Reykjavík, settur 6. janúar héraðs-
læknir í Kleppjárnsreykjahéraði frá s. d. til 1. apríl. — Jón Sigurðs-
son, settur borgarlæknir í Reykjavík, skipaður 25. janúar í embættið
frá s. d. — Ragnar Karlsson, cand. med. & chir., ráðinn aðstoðarlæknir
héraðslæknis í Stórólfshvolshéraði frá 1. s. m.; ráðningin staðfest 8.
febrúar. — Þórður Oddsson, héraðslæknir í Þórshafnarhéraði, skip-
1) í þessari tölu eru innifaldir og þvi tvitaldir 3 læknakandidatar, sem eiga
ófengið almennt lækningaleyfi, en gegna héraðslæknisembættum og hafa lækninga-
leyfi, aðeins á meðan svo stendur.