Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 137
135
21. s. m. — Héraðslæknir í Stykkishólmshéraði settur 2. október tíl
að gegna ásamt sínu héraði Flateyjarhéraði frá 1. s. m. — Ragnar
Karlsson, cand. med. & chir., ráðinn aðstoðarlæknir héraðslæknis í
Stórólfshvolshéraði frá 1. október; ráðningin staðfest 3. s. m. — Hér-
aðslæknir í ísafjarðarhéraði settur 11. október til að gegna ásamt
sínu héraði Ögur- og Hesteyrarhéruðum frá 1. s. m. — Kjartan Ólafs-
son, cand. med. & chir., settur 14. olctóber héraðslæknir í Flateyrar-
héraði frá 1. nóvember. — Sigurður S. Magnússon, stud. med. & chir.,
settur 25. október staðgöngumaður héraðslæknis í Breiðumýrarhér-
aði frá 1. nóvemher i veikindaforföllum hans. -— Héraðslæknar í Egils-
staða- og' Seyðisfjarðarhéruðum settir 4. nóvember til að gegna ásamt
sínum héruðum Bakkagerðishéraði frá 1. s. m. — Kjartan Árnason,
settur héraðslæknir í Hafnarhéraði, skipaður 11. desember héraðs-
lælcnir þar. — Björgúlfur Ólafsson ráðinn aðstoðarlæknir héraðs-
læknis í Borgarneshéraði frá 18. desember; ráðningin staðfest s. d.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Með lögum nr. 51/1949 var héraðslæknisembættið í Reykja-
vík sameinað borgarlæknisembættinu, og kom sú skipan til fram-
kvæmda 1. janúar 1950. Störf borgarlæknis eru nú sem hér segir:
Eftirlit með heilsufari og heilbrigðismálum almennt (skýrslusöfnun),
sóttvarnir og önnur héraðslæknisstörf. Enn fremur er borgarlæknir
ráðunautur bæjarstjórnar og borgarstjóra um heilbrigðismál, svo og
sjúkrahúsmál, fjárveitingar til heilbrigðismála o. fl. Þá annast hann
umsjón með framkvæmd heilbrigðissamþykktar og stjórn á þrifn-
aðarframkvæmdum bæjarins: Sorp-, salerna- og holræsahreinsun,
rekstri opinberra náðhúsa, rottueyðingu og lóðahreinsun. í árslok
unnu við embættið, auk borgarlæknis, aðstoðarlæknir Vz daginn síð-
ustu 3 mánuði ársins, 3 við matvælaeftirlit, 3 við annað eftirlit og 3
við skrifstofustörf. 5 þessara starfsmanna unnu aðeins hluta af árinu.
Akranes. Ljósmóðirin í Strandarhreppsumdæmi sagði af sér á ár-
inu. Þótti það að vonum lítið starf að stunda 2—6 konur á ári. Samt
sem áður eru það vandræði, að umdæmið er ljósmóðurlaust. Ljós-
móðirin i Leirársveit er farin að eldast og ekki heilsuhraust. Er vafa-
samt um getu hennar til að þjóna báðum umdæmunum frainvegis.
Torfhildur Helgadóttir nuddkona hefur stundað hér nuddaðgerðir og
hlotið gott orð.
Stykkishólms. Garðar P. Jónsson var héraðslækni til aðstoðar um
2 mánaða skeið. Héraðslæknir gegndi Flateyjarhéraði, ásamt sínu
héraði, nokkurn hluta árs. Ljósmóðurlaust er í Mildaholtshreppi, en
ung og efnileg stúlka er nú við ljósmóðurnám og tekur væntanlega
til starfa í hreppnum á næsta ári.
Búðardals. Garðar P. Jónsson cand. med. var staðgengill minn um
hálfsmánaðartíma, meðan ég var í sumarfríi.
Þingeyrar. Ljósmóðir í Mýrahreppi fluttist burt úr héraðinu síðara
hluta árs. Hefur umdæmið verið ljósmóðurlaust síðan. Hinar Ijós-
mæðurnar 2 sitja enn þá. Brandur Þorsteinsson stud. med. gegndi
læknisstörfum í veikindaforföllum héraðslæknis.