Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 138
136
ísafj. Baldur Johnsen héraðslæknir hvarf frá héraðinu i júní til
annarra starfa. Ólafur ólafsson fyrrv. héraðslæknir gegndi héraðinu
til ágústloka, en 1. september var það veitt núverandi héraðslækni.
Aðrar breytingar hafa ekki orðið á læknaskipun í héraðinu. Hjúkr-
unarkonur koma og fara að sjúkrahúsinu, en þó mun nú stöðugra
um starfslið þar en verið hefur lengi. Heilsuverndarhjúkrunarkona
starfar hér við skólana og berklavarnarstöðina tvisvar í viku.
Árnes. Undirritaður (þ. e. héraðslæknir í Hólmavík) þjónaði hér-
aðinu frá 1. marz til 1. júní og aftur 1. september til áramóta. Læknir
sat í Djúpavík aðeins 4 mánuði ársins, lj/2 mánuð í ársbyrjun og
2% mánuð um mitt sumar. Er því sama ófremdarástandið og verið
hefur, að héraðsbúar verða að leita læknis á Hólmavík þann tíma
árs, sem samgöngulaust má heita milli héraðanna.
Hvammstanga. Ljósmóðir Hvammstangaumdæmis, sú, er ráðin var
i fyrra, sagði lausu starfi sínu frá 1. júlí. Ingibjörg Jónsdóttir fyrrv.
ljósmóðir s. st. hljóp undir bagga, þar til önnur Ijósmóðir fékkst,
25. október. Maður ráðinn til að annast hundahreinsun í öllu hér-
aðinu, utan Bæjarhrepps. Gekk hann vel fram í starfinu.
Blönduós. Lárus Jónsson læknir gegndi fyrir mig störfum um
rúman mánuð síðara hluta vetrar, en Friðrik J. Friðriksson cand.
med. síðustu 4—5 mánuði ársins vegna ferðar minnar vestur um haf.
Auk þess yar Gunnlaugur J. Snædal stud. med. mér til aðstoðar um
sumarið.
Akureyrar. Hinn 4. janúar 1950 dó Jón P. Geirsson læknir, eftir
aðeins 2 daga legu. 2 læknar settust hér að í héraðinu, þeir Bjarni
Bafnar og Þóroddur Jónasson.
Breiðumýrar. Héraðslæknir veiktist í október. 1 forföllum hans
gegndi Sigurður S. Magnússon stud. med. héraðslæknisstörfum til
áramóta. Ljósmóður vantar í Skútustaðahrepp. Ljósmóðirin í Ljósa-
vatnshreppi hefur lengi óslcað eftir að segja af sér vegna aldurs, en
hefur þó gegnt störfum áfram, því að óldeift hefur reynzt að útvega
aðra í hennar stað.
Kópaskers. Guðjón Guðnason stud. med. starfaði á Raufarhöfn 2
mánuði af sumrinu. Ljósmóðirin á Raufarhöfn hafði sagt af sér frá
áramótum, 'en fékkst eftir miklar fortölur til að gegna starfinu þar
til í nóvember, að ný ljósmóðir kom í umdæmið. Ljósmóðirin í Keldu-
neshreppi hefur og sagt af sér vegna aldurs og vanheilsu, en hefur
fallizt á að starfa næsta ár. Horfur eru slæmar um útvegun nýrrar
ljósmóður í hennar stað. Ljósmóðurlaust er nú i Fjallahreppi. Það
umdæmi var sameinað Mývatnssveit, en þar er nú engin Ijósmóðir.
Þórsliafnar. Þórður Oddsson fluttist vir héraðinu 1. april til að taka
við Iíleppjárnsreykjahéraði. Stefán Haraldsson cand. med. var settur
til að gegna héraðinu frá sama tíma. Fór utan til náms 24. nóvember.
Gegndi Víkingur H. Arnórsson stud. med. héraðinu frá sama tíma til
áramóta.
Nes. Héraðsbúar eru mjög leiðir á hinum tíðu læknaskiptum hér.
Á sama árinu 4 læknar, og hver veit, hve margir næsta ár?
Vestmannaeyja. Sömu læknar og áður, en tannlæknir settist hér
að á síðast liðnu vori.
I