Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 139
13?
Selfoss. 1. janúar 1950 gengu í gildi lög' um nýtt læknishérað (Hvera-
gerðishérað), sem numið var af Selfossliéraði. í hinu nýja héraði eru
3 hreppar, þ. e. þessir: Hveragerðishreppur, Ölfushreppur og Selvogs-
hreppur.
3. Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir.
A. Sjúkrahús. Töflur XVII—XVIII.
Sjúkrahús og sjúkraskýli teljast á þessu ári samkvæmt töflu XVII
49 alls og er óbreytt tala frá síðast liðnu ári.
Rúmafjöldi allra sjúkrahúsanna telst 1378. Koma þá 9,6 rúm á
hverja 1000 íbúa. Almennu sjúkrahúsin teljast 43 með 832 rúmum
samtals, eða 5,8%0. Rúmafjöldi heilsuhælanna er 257, eða
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Nefnd skipuð af bæjarstjórn vann að undirbúningi byggingar
bæjarsjúkrahúss fyrir Reykjavík. í septemberbyrjun var tekin í notkun
ný sjúkradeild í Landakotsspítala með 21 sjúkrarúmi. Spitalinn tekur
nú alls 152 sjúklinga. Haldið var áfram byggingarframkvæmdum við
hina nýju heilsuverndarstöð bæjarins.
Akranes. Um sjúkrahúsið situr við það sama og um síðustu ára-
mót.
Borgarnes. Sjúkraskýlisbygging með eða án læknisbústaðar á sér
marga velunnendur, og hafa ýmsir lagt þvi máli lið i orði og á borði.
Enginn hefur þó reynzt því slíkur vinur sem Guðrún heitin Guð-
mundsdóttir, sem dó í nóvember s. 1. Arfleiddi þessi gæða- og sóma-
kona sjúkraskýlissjóð að öllum eignum sínum, og reyndust þær nema
rúmum kr. 40000,00. Þó að það sé ef til vill tilviljun, þá má geta
þess, að Guðrún heitin var mörg ár vinnandi á heimili Páls Jónssonar
kennara, sem síðast átti heimili í Einarsnesi. Var Páll, ásamt konu sinni,
upphafsmaður að stofnun sjóðs til styrktar sjúkraskýli hér í Rorgar-
nesi með gjöf, er þau hjón gáfu til þess.
Stykkishólms. Sjúkrahús St. Franciskussystra hér í Stykkishólmi
starfar eins og áður. Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu
í ár, og er það nú í bezta standi. Nokkurs hefur verið aflað af nýjum
tækjum og áhöldum, röntgentæki einnig yfirfarin og endurbætt.
Búðardals. Sjúkraskýlið starfar ekki frekar en áður og af sömu
ástæðu. Hinn langþráði læknisbústaður hefur nú loks verið teiknaður,
en synjað var um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi á efni til hans.
Þingeyrar. Nýja sjúkraskýlið tók til starfa laust fyrir áramótin
1949—1950. Er það nú í hinum nýbyggða læknisbústað, er tekinn
var i notkun í aprílmánuði 1949. Sjúkrastofur eru 2, 3Yo X 4 metrar
að stærð hvor, en auk þess baðherbergi og stofa fyrir röntgentæki.
Er skýlið til mikilla þæginda fyrir héraðsbúa, þar sem ekki lengur er
fyrir hendi grundvöllur til rekstrar stærra sjúkrahúss í héraðinu.
Læknisbústaðurinn allur hinn vandaðasti, íbúð læknis rúmgóð, björt
og hlý.
Bolungarvíkur. Læknisbústaður gerður fokheldur á árinu, nema
hvað gler vantaði í glugga, en það var væntanlegt eftir áramót.
Isafj. Sjúkrahúsið var rekið á sama hátt og' áður og við svipaða af-
komu, sbr. skýrslu yfirlæknis og gjaldkera.
18