Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 140
138
Hólmavíkur. Innflutningsleyfi fékkst fyrir röntgentækjum í sjúkra-
skýlið, og' var þeirra ekki vanþörf árinu fyrr. Sjúkrahúsið, á neðri
hæð hins veglega læknisbústaðar, var fullbúið og tekið í notkun í
nóvemberbyrjun. Eru það 2 sjúkrastofur, önnur fyrir 2 rúm, liin
fyrir 3 rúm, og auk þess ljósastofa, bað og salerni, lítið eldlnis og
geymsla, auk íbúðarherbergis hjúkrunarkonu. Ráðin var til reynslu
stúlka til ráðskonu- og hjúkrunarstarfa. Daggjöld voru ákveðin til
bráðabirgða, eða þar til samningar næðust við sjúkrasamlögin, kr.
32,00 fyrir héraðsbúa, en kr. 38,00 fyrir utanhéraðsbúa. Vitað er, að
rekstur sjúkrahússins verður þungur baggi á hreppum læknishér-
aðsins, en þörfin fyrir sjúkrahús ómótmælanleg. Má búast við, að
rekstrarhalli nemi ekki minna en kr. 25000,00 á ári. Er því milcið
vafamál, hvort reksturinn verður framkvæmanlegur á næstunni,
þegar fjölmennustu hrepparnir eru að komast í greiðsluþrot vegna
erfiðrar afkomu fólks í þorpunum.
Hvammstanga. Sjúkraskýli starfrækt með sama hætti og fyrr.
Sýslusjóður lagði fram kr. 40000,00 til starfsins. Nokkuð unnið að
endurbótum. Skýlið málað að innan, en það hafði ekki verið gert í
mörg ár. Gengið til fulls frá baðherbergi í læknisbústaðnnm o. fl.
Blönduós. Sjúkrahúsið rekið með sama hætti og undanfarið, en
hækka varð daggjöldin um 25%, eða upp í kr. 30,00. Mun það vera
lægra en víða annars staðar, en afkoma stofnunarinnar hefur þó
jafnan verið tiltölulega góð, sýslusjóður greitt í styrlc 10000—15000 kr.
síðustu árin. Sjúklingafjöldi var með meira móti og legudagafjöldi
sömuleiðis. Sjúkrahúsinu bættist áhaldið „Traxator“, sem notað er
einkum við vöðvagigt og getið er hér að framan. Röntgenáhöldin voru
allmikið notuð, og er enn í notkun röntgenlampinn, sem keyptur var
fyrir 16 árum. Undanfarið hefur gengið illa að halda ráðskonur og
þær gefizt upp og ofan, en nú var ráðinn þýzkur matreiðslumaður,
Emil Reiners, eiginmaður hjúkrunarkonunnar, til að taka að sér mat-
reiðsluna, og hefur honum farið það vel úr hendi.
Sauðárkróks. Sjúkrahúsið rekið með sama hætti og áður. Teikn-
ingu væntanlegs nýs sjúkrahúss mun ekki lokið, og fjárveiting fæst
enn þá ekki til byggingarinnar; sennilega dregst það eitthvað enn.
Hofsós. Á árinu var lceypt til læknisbústaðarins á Hofsósi ágætt
Picker-röntgentæki, sem kostaði niðursett um kr. 32000,00. Voru kaup
þessi rausnarlega styrkt af öllum kaupfélögum sýslunnar.
Ólafsfj. Sjúkraskýlið ekki starfrækt. Skrifstofur hæjarins eru í
húsnæðinu.
Akureyrar. Aðsókn að Sjúkrahúsi Akureyrar var mjög mikil, og
komust ekki nærri því allir að, sem á sjúkrahúsvist þurftu að halda,
vegna rúmleysis. Haldið var áfram byggingu hins nýja sjúkrahúss
Akureyrar, en hægt gengið vegna fjárskorts.
Þórshafnar. Sjúkraskýlið rekið með sama fyrirkomulagi og áður.
Seyðisfí. Engin breyting orðið á starfrækslu sjúkrahússins. Dag-
gjöld voru hækkuð við gengisbreytinguna um kr. 7,50 og fyrir útlend-
inga úr kr. 40,00 í kr. 70,00, en ekki svarar þessi hækkun til hinna
sivaxandi útgjalda. ÍHkoman verður aukinn rekstrarhalli með hverju
ári.