Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 141
139
Nes. Smíði sjúkrahússins miðaði töluvert áfram á árinu, en skortur
á ýmsu olli stöðvun síðara hluta ársins. Vonandi rætist úr þessu.
Læknisbústaður er hér ekki góður (gamalt timhurhús), en var þó
lagfærður mikið á árinu. Er áberandi, hvað betur er búið að öðrum
embættismönnum staðarins, þar sem ný hús hafa verið reist fyrir
bæjarfógeta, prest, skólastjóra o. s. frv. Vonandi verður læknaskortur
staðarins þó til þess gagns, að menn verði fyrri til en ella að bæta
úr þessu.1)
Kirkjubæjar. Læknissetrið flutt í hið glæsilega nýja hús á Kirkju-
bæjarklaustri.
Vestmannaeijja. Sjúkrahús bæjarins yfirfullt að heita má allt árið,
en á vertíð má heita, að það sé alltaf troðfullt. Verst af öllu er, að
ekki skuli vera þar neitt sóttvarnarherbergi, hvað sem að höndum
ber. Engar breytingar á árinu á sjúkrahúsinu.
Keflavíkur. Sjúkrahúsmáli Keflavíkur miðar seint áfram, og stend-
ur sjúkrahúsið nýbyggt, svo til fullgert, en innantómt og áhaldalaust,
enda þótt 7 hreppar standi að byggingu þess.
B. Sjúkrahjúkrun. Sjúkrasamlög. Heilsuvernd.
H júkrunarfélög.
1. Hjúkrunarfélagið Líkn í Reykjavík gerir svofellda grein fyrir
störfum sinum á árinu:
Árið 1950 hafði Hjúkrunarfélagið Likn 10 fastar hjúkrunarkonur
í þjónustu sinni. Störfum þeirra var hagað þannig, að 3 unnu við
berklavarnarstöðina, 4 við ungbarnaverndina og 3 við heimilisvitjanir
til sjúklinga. Félagið réð auk þess til sin hjúkrunarkonu í sumar-
orlofum og á frídögum heimilishjúkrunarkvenna. Við heilsuverndar-
stöðina voru auk læknanna og hjúkrunarltvennanna starfandi 1 ljós-
móðir, 2 afgreiðslustúlkur og ein stúlka, er sá um ljósböð ungbarna,
sem starfrækt eru frá 1. september til 1. júní. Farið var í 4922 sjúkra-
vitjanir. Meðlimir Hjúkrunarfélagsins Liknar eru um 170, Tekjur
íelagsins voru kr. 566412,97 og útgjöld 564872,45. Stöðvunum voru
færðar gjafir í peningum, lýsi og fatnaði fyrir um kr. 3400,00, sem
síðan var útbýtt til þurfandi fólks.
2. Akuregrardeild Rauðakross íslands;
Deildin annaðist sjúkraflutninga í bænum og utan hans, eftir þvi,
sem tök voru á, en sjúkrabifreið deildarinnar er nú orðin svo léleg,
að ekki tókst að halda henni í ökufæru standi nema noltkurn hluta
ársins, og er hún nú úr sögunni, í bili að minnsta kosti. Með henni
voru fluttir á árinu 82 sjúklingar innanbæjar, en 65 ferðir fór hún
út úr bænum, eða alls 147 ferðir. Er nú unnið að þvi að fá nýja sjúkra-
bifreið, og standa nokkrar vonir til, að það muni takast. Deildin rak
ljósbaðastofu sína, sem opnuð var á öskudaginn 1950. Frá byrjun og
til aðalfundar nú hafa notið þar ljósbaða alls 237 börn og fullorðnir,
og af þeim eru enn 47 í ljósum. Flestir hafa fengið 20 ljósböð, nokkrir
25—30 ljósböð og allmargir færri en 20. Hefur frú Helga Svanlaugs-
1) Vonandi kemur þangað læknir, sem sér hag sinn i þvi framtaki að koma upp
yfir sig húsi á jafnblómlegum stað fyrir lækni.